Hermenn kærleikans í Mjóddinni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. desember 2017 11:00 Hjördís með nokkrum sjálfboðaliðum sem huga að gjöfum fyrir vegalausa sem koma til veislu á aðfangadag. Visir/Stefán Alls kyns leikföng fara í pakka til barna sem koma í Ráðhúsið á aðfangadagskvöld. Fréttablaðið/Stefán Hjálpræðisherinn hefur árum saman boðið til sín fólki í jólaveislu á aðfangadag. Í ár hafa um 250 manns skráð sig í máltíðina og verður veislan haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Undirbúningur veislumáltíðarinnar er í hámarki í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Sjálfboðaliðar raða gjöfum í poka. Ótal fyrirtæki hafa gefið ýmislegt til gjafa í ár. Þeir sem koma í mat á aðfangadagskvöld fá gjafir og þá fer Hjálpræðisherinn með gjafir í mörg fangelsi landsins. Á annað hundrað fanga fá jólagjafir í ár. „Það er misjafnt hvað er í pokunum,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, foringi í Hjálpræðishernum. „Margir sem koma til okkar í jólamáltíðina þurfa helst nauðsynjar, til dæmis snyrtivörur. Það koma líka börn og við verðum að vera með leikföng og slíkt fyrir þau. Í fyrra voru mörg börn, í ár eru þau færri. Það eru helst börn hælisleitenda sem koma í jólamatinn til okkar,“ segir Hjördís frá.Hjónin Ingvi og Hjördís starfa í Hjálpræðishernum.Lambalæri og hnetusteik En hvað verður í matinn? „Það verður lambalæri og brúnaðar kartöflur með sósu og öllu tilheyrandi. Jólaölið verður á sínum stað, svo verðum við líka með hnetusteik því til okkar kemur líka fólk sem borðar ekki kjöt,“ segir Hjördís sem segir langflesta sem leiti til hersins fyrir jól vera einstæðinga og hún skynjar að aukin harka hafi færst í lífsbaráttu þeirra. „Einstæðingar leita til okkar í meira mæli. Maður heyrir í kringum sig hjá öðrum hjálparsamtökum að í ár sæki færri fjölskyldur um aðstoð en fleiri einstæðingar. Það er skiljanlegt, einstæðingar eru hópur sem situr eftir. Þeir ráða illa við háan húsnæðiskostað og geta ekki deilt byrðunum með neinum,“ segir Hjördís um aðstæður þeirra sem leita til hersins. Hjördís minnir á að neyð þeirra sem þurfa á aðstoð að halda yfir jólin sé jafn mikil á öðrum tímum ársins. „Á jólunum er kastljósinu beint að þeim sem eiga bágt. Fólk er bæði einmana og fátækt í janúar og júlí, gleymum því ekki,“ segir Hjördís.Regínu finnst gefandi að sækja starf hersins í Mjóddina og lætur ekki sitt eftir liggja í sjálfboðaliðastörfum.Ást og stuðningur Fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í starfinu fyrir hver jól. Regína Sigríður Ólafsdóttir aðstoðar við að setja gjafir í poka. „Ég kem hingað tvisvar í viku í opið hús og hef margt annað fyrir stafni. Ég hef líka verið að vinna í Hertex, tvisvar til þrisvar í viku. Það fer eftir ástandi sálar og líkama,“ segir Regína. Hún býr í Breiðholti og því er ekki langt fyrir hana að fara. „Starfið hér er gefandi. Árið 2013 greindist ég með krabbamein og það hjálpaði mér að takast á við sjúkdóminn að koma hingað. Félagsskapurinn skiptir máli, maður fær ást og stuðning frá fólki hér,“ segir Regína.Linda Sjöfn Jónsdóttir gefur til baka með sjálfboðastarfi sínu fyrir Hjálpræðisherinn. Hún þekkir það að reiða sig á góðvild annarra fyrir jól.Gefur til baka Linda Sjöfn Jónsdóttir er komin til sjálfboðastarfa annað árið í röð og mætir líka á aðfangadagskvöld til að þjóna til borðs. Hún er 25 ára gömul og þekkir það sjálf að búa við skort. „Ég aðstoðaði við jólamáltíðina í fyrra og þetta voru ein bestu jól sem ég hef upplifað. Mig langaði til að gera þetta aftur því þetta var mikil gleðistund. Ég er að gefa til baka á vissan hátt. Mamma og pabbi eru bæði öryrkjar og það var ekki alltaf til nóg til jólahalds. Ég á góðar minningar sem tengjast góðvild annarra. Ég er frá Keflavík og bærinn, kirkjan og mæðrastyrksnefnd hafa aðstoðað okkur yfir jól. Að finna fyrir þessum hlýhug. Um það snúast jólin. Að finna fyrir því að allir vilja leggjast á eitt til að sjá til þess að aðra skorti ekki neitt. Fyrir nokkrum árum fengu foreldrar mínir aðstoð í gegnum Facebook. Fólk kom til þeirra með fullan bíl af mat og gjöfum,“ segir Linda Sjöfn.Rósa og Linda raða gjöfum í poka handa börnum. Linda er sjálfboðaliði annað árið í röð. Fréttablaðið/StefánAðsóknin hefur stóraukist í Breiðholtinu Starfsemi Hjálpræðishersins fluttist úr Herkastalanum og upp í Mjódd í haust. Við flutninginn heyrðust óánægjuraddir. Einstæðingar ættu erfitt um vik að fara í Mjóddina. Annað hefur komið á daginn. Boðið er upp á heitan mat tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, á opnu húsi. „Við erum að fá frá svona 80 og upp í 160 manns í mat á opnu húsi. Þegar við vorum niðri í bæ komu vanalega í kringum 30 manns. Aðsóknin hefur stóraukist frá því í haust,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum.Ingvi, einn sjálfboðaliðanna sem nýttu hádegishléið til að aðstoða við að pakka inn gjöfum. Ingvi segir hópinn sem kemur í opið hús fjölbreyttari en áður. Margir komi úr nágrenninu, Breiðholti. „Það koma hingað einstæðingar, öryrkjar, flóttamenn, eldri borgarar, hælisleitendur, innflytjendur. Og alls konar fólk. Að koma hingað er ekkert endilega spurning um að eiga ekki fyrir mat. Fólk kemur hingað fyrir félagsskapinn og það er velkomið. Og reyndar nauðsynlegt. Hér kemur fólk og talar saman, tengist. Sumir búa við einangrun,“ segir Ingvi. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Alls kyns leikföng fara í pakka til barna sem koma í Ráðhúsið á aðfangadagskvöld. Fréttablaðið/Stefán Hjálpræðisherinn hefur árum saman boðið til sín fólki í jólaveislu á aðfangadag. Í ár hafa um 250 manns skráð sig í máltíðina og verður veislan haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Undirbúningur veislumáltíðarinnar er í hámarki í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Sjálfboðaliðar raða gjöfum í poka. Ótal fyrirtæki hafa gefið ýmislegt til gjafa í ár. Þeir sem koma í mat á aðfangadagskvöld fá gjafir og þá fer Hjálpræðisherinn með gjafir í mörg fangelsi landsins. Á annað hundrað fanga fá jólagjafir í ár. „Það er misjafnt hvað er í pokunum,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, foringi í Hjálpræðishernum. „Margir sem koma til okkar í jólamáltíðina þurfa helst nauðsynjar, til dæmis snyrtivörur. Það koma líka börn og við verðum að vera með leikföng og slíkt fyrir þau. Í fyrra voru mörg börn, í ár eru þau færri. Það eru helst börn hælisleitenda sem koma í jólamatinn til okkar,“ segir Hjördís frá.Hjónin Ingvi og Hjördís starfa í Hjálpræðishernum.Lambalæri og hnetusteik En hvað verður í matinn? „Það verður lambalæri og brúnaðar kartöflur með sósu og öllu tilheyrandi. Jólaölið verður á sínum stað, svo verðum við líka með hnetusteik því til okkar kemur líka fólk sem borðar ekki kjöt,“ segir Hjördís sem segir langflesta sem leiti til hersins fyrir jól vera einstæðinga og hún skynjar að aukin harka hafi færst í lífsbaráttu þeirra. „Einstæðingar leita til okkar í meira mæli. Maður heyrir í kringum sig hjá öðrum hjálparsamtökum að í ár sæki færri fjölskyldur um aðstoð en fleiri einstæðingar. Það er skiljanlegt, einstæðingar eru hópur sem situr eftir. Þeir ráða illa við háan húsnæðiskostað og geta ekki deilt byrðunum með neinum,“ segir Hjördís um aðstæður þeirra sem leita til hersins. Hjördís minnir á að neyð þeirra sem þurfa á aðstoð að halda yfir jólin sé jafn mikil á öðrum tímum ársins. „Á jólunum er kastljósinu beint að þeim sem eiga bágt. Fólk er bæði einmana og fátækt í janúar og júlí, gleymum því ekki,“ segir Hjördís.Regínu finnst gefandi að sækja starf hersins í Mjóddina og lætur ekki sitt eftir liggja í sjálfboðaliðastörfum.Ást og stuðningur Fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í starfinu fyrir hver jól. Regína Sigríður Ólafsdóttir aðstoðar við að setja gjafir í poka. „Ég kem hingað tvisvar í viku í opið hús og hef margt annað fyrir stafni. Ég hef líka verið að vinna í Hertex, tvisvar til þrisvar í viku. Það fer eftir ástandi sálar og líkama,“ segir Regína. Hún býr í Breiðholti og því er ekki langt fyrir hana að fara. „Starfið hér er gefandi. Árið 2013 greindist ég með krabbamein og það hjálpaði mér að takast á við sjúkdóminn að koma hingað. Félagsskapurinn skiptir máli, maður fær ást og stuðning frá fólki hér,“ segir Regína.Linda Sjöfn Jónsdóttir gefur til baka með sjálfboðastarfi sínu fyrir Hjálpræðisherinn. Hún þekkir það að reiða sig á góðvild annarra fyrir jól.Gefur til baka Linda Sjöfn Jónsdóttir er komin til sjálfboðastarfa annað árið í röð og mætir líka á aðfangadagskvöld til að þjóna til borðs. Hún er 25 ára gömul og þekkir það sjálf að búa við skort. „Ég aðstoðaði við jólamáltíðina í fyrra og þetta voru ein bestu jól sem ég hef upplifað. Mig langaði til að gera þetta aftur því þetta var mikil gleðistund. Ég er að gefa til baka á vissan hátt. Mamma og pabbi eru bæði öryrkjar og það var ekki alltaf til nóg til jólahalds. Ég á góðar minningar sem tengjast góðvild annarra. Ég er frá Keflavík og bærinn, kirkjan og mæðrastyrksnefnd hafa aðstoðað okkur yfir jól. Að finna fyrir þessum hlýhug. Um það snúast jólin. Að finna fyrir því að allir vilja leggjast á eitt til að sjá til þess að aðra skorti ekki neitt. Fyrir nokkrum árum fengu foreldrar mínir aðstoð í gegnum Facebook. Fólk kom til þeirra með fullan bíl af mat og gjöfum,“ segir Linda Sjöfn.Rósa og Linda raða gjöfum í poka handa börnum. Linda er sjálfboðaliði annað árið í röð. Fréttablaðið/StefánAðsóknin hefur stóraukist í Breiðholtinu Starfsemi Hjálpræðishersins fluttist úr Herkastalanum og upp í Mjódd í haust. Við flutninginn heyrðust óánægjuraddir. Einstæðingar ættu erfitt um vik að fara í Mjóddina. Annað hefur komið á daginn. Boðið er upp á heitan mat tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, á opnu húsi. „Við erum að fá frá svona 80 og upp í 160 manns í mat á opnu húsi. Þegar við vorum niðri í bæ komu vanalega í kringum 30 manns. Aðsóknin hefur stóraukist frá því í haust,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi í Hjálpræðishernum.Ingvi, einn sjálfboðaliðanna sem nýttu hádegishléið til að aðstoða við að pakka inn gjöfum. Ingvi segir hópinn sem kemur í opið hús fjölbreyttari en áður. Margir komi úr nágrenninu, Breiðholti. „Það koma hingað einstæðingar, öryrkjar, flóttamenn, eldri borgarar, hælisleitendur, innflytjendur. Og alls konar fólk. Að koma hingað er ekkert endilega spurning um að eiga ekki fyrir mat. Fólk kemur hingað fyrir félagsskapinn og það er velkomið. Og reyndar nauðsynlegt. Hér kemur fólk og talar saman, tengist. Sumir búa við einangrun,“ segir Ingvi.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira