Erlent

Tala látinna hækkar á Filippseyjum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Að minnsta kosti hundrað og þrjátíu hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir á Filippseyjum í nótt.
Að minnsta kosti hundrað og þrjátíu hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir á Filippseyjum í nótt. Vísir/afp
Að minnsta kosti hundrað og þrjátíu hafa látið lífið í óveðrinu sem gekk yfir suðurhluta Filippseyja í nótt vegna hitabeltisstormsins Tembin. Þá er ekki enn vitað um afdrif fjölda fólks. Sky News greinir frá þessu.

Manntjón var mest í héraðinu Lanao del Norte og íbúar Mindanao urðu verst úti í óveðrinu að því er fram kemur í frétt CNN.

Mikil úrkoma er á svæðinu og víða flæddu ár yfir bakka sína.

Aurskriður féllu á tvo bæi á eynni Mindanao og ollu mikilli eyðileggingu. Björgunarmenn hafa unnið hörðum höndum að því að grafa fólk úr rústum húsa. Rafmagn fór þá af stórum svæðum en rafmagnsleysið tafði björgunarstarfið.

Spár gera ráð fyrir að hitabeltisstormurinn Tembin nái til stranda Víetnam fyrir mánudag.

Aurskriður féllu á tvo bæi á eynni Mindanao og ollu mikilli eyðileggingu.visir/afp

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×