#metoo: Þöggun vinnuveitenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2017 07:00 Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar