Sjúkraliðinn - ég Fríða Björk Sandholt skrifar 27. desember 2017 09:00 Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;)
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar