Sjúkraliðinn - ég Fríða Björk Sandholt skrifar 27. desember 2017 09:00 Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég var á kvöldvakt í fyrradag, Jóladag, og þegar ég var að finna mig til fyrir vinnuna, þá horfði yngri sonur minn á mig undrunar augum og spurði: „Mamma, ert þú ekki líka í jólafríi eins og allir?“ og þegar ég svaraði neitandi, þá fannst honum óréttlátt að mamma þyrfti að fara í vinnu á jólunum. Ég að sjálfsögðu útskýrði fyrir honum að fólk hættir ekkert að vera veikt þó að það séu jólin og að við sjúkraliðar verðum auðvitað að vera í vinnu þegar fólk er veikt. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég valdi mér þetta starf, vegna þess að ég hef gaman að því, ég elska vinnuna mína og ég vildi ekki skipta henni út fyrir neitt annað. Ég nýt þess að geta hjálpað þeim sem eru veikir og þurfa á aðstoð minni og umönnun að halda. Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt, en oft á tíðum er það líka mjög erfitt, bæði andlega og líkamlega. Það er oft mikið álag á starfsfólki spítalans og við verðum að geta staðið upprétt, sama hvað bjátar á. Við sjúkraliðar verðum að geta staðið undir miklu álagi og við þurfum að vera til staðar fyrir sjúklinga og annað starfsfólk á deildinni og það skiptir öllu máli að starfsfólk spítalans geti unnið saman, hvort sem það eru læknar, hjúkrunarfræðingar eða sjúkraliðar því að starfsfólk spítalans ER spítalinn. Ég vinn á jólunum, ég vinn á áramótunum, ég fæ ekki páskafrí eða jólafrí. Ég vinn um helgar og á kvöldin. Ég er til staðar þegar á þarf að halda. Við sjúkraliðar erum til staðar þegar á þarf að halda. Ég er sjúkraliði. Ég vinn á Landspítalanum. Ég fæ allt of oft þessa spurningu: „Ertu BARA sjúkraliði?“ „Af hverju ferðu ekki í hjúkrun?“ „Sjúkraliðanám er kannski ágætis byrjun á námi“ eða „þú ferð bara seinna í háskóla“. Eins vel og fólk meinar með þessu, eða heldur að það meini, þá gera þessar spurningar lítið úr sjúkraliðanum. Sjúkraliðastarfið er mjög göfugt og mikilvægt starf. Án okkar þá myndi án efa mikið vanta á spítalann. Ég veit að launin eru alls ekki há. Enda veit ég að það er enginn sjúkraliði að starfa á landspítalanum eingöngu launanna vegna. Við störfum við þetta vegna þess að okkur líður vel í vinnunni okkar og við njótum þess að geta hjálpað, hjúkrað og verið til staðar. Næst þegar þú hittir sjúkraliða, þá máttu endilega kasta á hann/hana kveðju og láta eins og eitt fallegt orð eða hrós fylgja með ;)
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar