Hræsnin um launin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun