Gleraugun í kassanum! Svavar Guðmundsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar