Gleraugun í kassanum! Svavar Guðmundsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun