Gleraugun í kassanum! Svavar Guðmundsson skrifar 12. desember 2017 07:00 Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erfiðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína afhverju stofnum sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lögblindur með mælanlega sjón 2/60. Sé það umreiknað í prósentur þá er það skemmtilegt fyrir lesendur að reikna það út. Ég frétti af því í vor að það væru til gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og annarra. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjárfestingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindrafélagsins í byrjun júlí s.l. sem sendi gleraugun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, þar til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokkur skilaboð til forstjórans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfsmenn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekkert rak ákvað ég að hafa samband við Velferðarráðuneytið í byrjun október s.l. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupósturinn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Loksins fékk ég fund um miðjan október hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og núverandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæða þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfsmanna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvottarins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. aðeins að setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvupóst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrekað að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greitt laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður þá virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina og það sem ætti að vera aðalatriði er orðið algjör aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjónustu við blinda, sjóndapra og daufblinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í einhverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef þeim væri gert ókleyft að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með aðstoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að bæta lífsgæði mín svo að ég geti ristað mér brauð. Gleraugun gera aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður um í viðsjárverðum heimi þar sem starfsmenn kerfisins hafa áföst gleraugu sem litast af móðu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar