Jólaandinn í ferðaþjónustunni Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 12. desember 2017 07:00 Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin. Þeir koma til Íslands til að upplifa frið og eitthvað allt annað en þeir þekkja heima fyrir. Hér hafa ferðamenn tækifæri til að upplifa jólastemmninguna í kyrrð og ró um allt land hvort sem það er í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Vík, Borgarnesi eða Keflavík. Við erum gestrisin, og kannanir sem gerðar hafa verið meðal erlendra gesta sýna að Íslendingar eru góðir gestgjafar. Við tökum vel á móti okkar gestum og viljum tryggja að ferðamenn eigi héðan góðar minningar um land og þjóð sem þeir deila með vinum og vandamönnum. Ferðaþjónusta er orðin máttarstólpi í okkar atvinnulífi og það er mikilvægt að við vöndum okkur og tölum ekki okkur sjálf niður. Hinir erlendu gestir okkar gera Ísland svo sannarlega fjölbreyttara, skapa meiri afþreyingu, auka úrval veitingastaða, gera göturnar okkar líflegri og ýta undir þá hátíðarstemmningu sem einkenna jólin. Í haust setti Íslandsstofa af stað markaðsverkefnið „Ísland frá A-Ö“. Verkefnið er unnið með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustunni undir merkjum Inspired by Iceland. Þar er megináhersla lögð á að nýta íslenska tungumálið til þess að kynna ólíka landshluta og hvetja til ábyrgrar ferðahegðunar. Þetta hefur gengið vonum framar og hefur kynningarmyndbandið „Erfiðasta karakoe lag í heimi“ ásamt stuttum kynningarmyndböndum um hvern landshluta fengið yfir 6 milljón áhorf á Youtube. Áherslurnar vekja athygli erlendra fjölmiðla og hafa rúmlega 400 blaðagreinar birst um markaðsverkefnið. Í byrjun desember fórum við af stað með jóladagatal á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland, https://www.facebook.com/inspiredbyiceland, þar sem við kynnum A- Ö jólanna. Þar verða 32 orð, eitt fyrir hvern staf stafrófsins, útskýrð og sagt frá tengslum þeirra við íslenskar jólahefðir. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og deila til vina og vandamanna. Fáum erlenda gesti sem eru á landinu til að taka þátt og kynnast okkar jólahefðum, en á sama tíma til að smella á loforðið um ábyrga ferðahegðun sem við kynntum á sumarmánuðum og yfir 30.000 ferðamenn hafa samþykkt á vef Inspired by Iceland. Því við vitum að Ísland er ekki eins og aðrir áfangastaðir og við þurfum að huga vel að öryggi og upplifun okkar ferðamanna, án þess þó að gleyma jólagleðinni og hátíðarandanum. Njótið hátíðanna. Höfundur er forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar