Græn jól Úrsúla Jünemann skrifar 14. desember 2017 07:00 Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar