Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar