Getur maður gefið það sem er dýrmætast í lífinu? Bjarni Gíslason skrifar 14. desember 2017 07:00 Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar