Spurningar til Landsnets! Örn Þorvaldsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Um nýja háspennulínu í Heiðmörk – nýja eins til tveggja km jarðstrengstengingu á Völlunum í Hafnarfirði – eða jarðstreng til Geitháls. Auk spurninga um straumleysistíma síðustu útleysingar á Suðurnesjalínu 1, og um jafnréttismál hjá fyrirtækinu.1. Hvað stendur í veginum, hvers vegna skoðar Landsnet ekki eftirfarandi tvo möguleika varðandi það að fjarlægja háspennulínur á Völlunum í Hafnarfirði: a) Að leggja Hamraneslínur í jörð á um 1-2 km kafla á svipaðan stað og endavirki Hnoðraholtslínu 1 (AD7) er? Það mætti gera með einu 400 MW jarðstrengjasetti sem síðar mætti framlengja að Geithálsi samkvæmt spurningu 1 b. b) Að leggja 15 km jarðstreng að Geithálsi og nota línuveg Hamraneslínanna sem framkvæmdaveg fyrir jarðstrenginn? Við Elliðavatn væri farið vestan vatnsverndarsvæðisins / Gvendarbrunnanna milli Elliðavatnsins og Helluvatnsins og með Heiðmerkurveginum (408) til Rauðhóla austan þeirra, að Geithálsi. Ástæðan fyrir spurningunum er eftirfarandi: Dreifikerfi Veitna og HS orku tengist flutningskerfi Landsnets í fjórum tengivirkjum á höfuðborgarsvæðinu, við Korpu, á Geithálsi, í Hnoðraholti (AD7) og í Hamranesi. Þaðan er rafmagnið flutt eftir 132 kV jarðstrengjum til um ellefu aðveitustöðva víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, strengirnir liggja í gegnum húsahverfi, með stofnbrautum og jafnvel út í sjó. Frá aðveitustöðvunum kvíslast kerfið svo til um þúsund dreifistöðva/spennistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar þar sem höfuðborgarsvæðið hefur stækkað hafa háspennulínurnar verið styttar og lagðar í jörð í áföngum: Elliðaárlína 1 (var stytt í þremur áföngum), Korpulína 1 (var stytt og fljótlega verður lagður jarðstrengur í stað hennar að Geithálsi) og Hnoðraholtslína 1 (var stytt fyrir mörgum árum og nú heyrast þær raddir að setja eigi hana í jörð alla að Hnoðraholti. Á sama máta er Búrfellslína 3B tengd Hamranesi með 220 kV jarðstreng.2. Hvers vegna vill Landsnet byggja nýja línu og tvö ný tengivirki á þessu svæði: a) Lyklafellslínu 1? Ástæða fyrir spurningunni er, að þær þrjár línur, sem eru fyrir á svæðinu, eru aðeins 30% lestaðar. b) Tengivirki nærri Hamranestengivirkinu? Ástæða fyrir spurningunni er sú að Hamranestengivirkið er innitengivirki, sem hugsað er til að vera inni í byggð, tengt línum með jarðstrengjum út úr byggð. Einnig hefur Hamranestengivirkið næga stækkunarmöguleika á 132, 220 sem og 400 kV. c) Tengivirki á Sandskeiði? Ástæða fyrir spurningunni er að samkvæmt skipulagi höfuðborgarsvæðisins verður ekki þörf á að flytja tengivirkið á Geithálsi næstu 25 árin.3. Hver væri kostnaður og hvert væri kolefnissporið (samkvæmt spurningu 1)? a) Að leggja 1-2 km jarðstreng? b) Að leggja 15 km jarðstreng?4. Hver væri kostnaður og hvert væri kolefnissporið (samkvæmt spurningu 2)? a) Nýrrar Lyklafellslínu 1? b) Tveggja nýrra tengivirkja sem tengdust Lyklafellslínu? c) Við niðurrif og förgun beggja Hamraneslína 1 og 2? d) Hækkun frá núverandi kostnaðaráætlun (meðaltalshækkun ofan á framkvæmdir Landsnets síðustu áratugina)?5. Hver er ástæða þess að rífa á niður Hamraneslínur (HN1 og HN2) sem eiga 20-25 ára endingu eftir og eru ekki nema að litlu leyti fyrir á skipulagi, sem myndi leysast samkvæmt spurningu 1 a)? Ástæða fyrir spurningunni er: að samkvæmt skipulagi höfuðborgarsvæðisins verða Hamraneslínurnar ekki fyrir byggð næstu 25 árin. Hamraneslínurnar tilheyra álverinu í Straumsvík og þjóna því hlutverki vel næstu 25 árin (en samningur við álverið rennur út árið 2036). Ef samningurinn yrði ekki endurnýjaður þá yrðu Hamraneslínurnar, eða ný Lyklafellslína Landsnets ef hún væri komin, óþarfar.6. Gerir Landsnet ráð fyrir álveri á Reykjanesi á næstu árum? Ástæður spurningarinnar eru fyrirætlanir Landsnets um að byggja nýja Lyklafellslínu 1 400 kV (jafnvel aðra samhliða henni af sömu stærð). Að Norðurál hefur nýlega afskrifað fjárfestingar sínar í álveri í Helguvík.7. Hver er ástæða þess að Landsnet vill taka svona mikla áhættu með vatnsból og náttúru höfuðborgarsvæðisins og fyrir þessar miklu fjárhæðir, í stað þess að leita annarra leiða um úrbætur á Völlum í Hafnarfirði?8. a) Hver var ástæða fjögurra tíma straumleysis í Reykjanesbæ nýlega, þegar Suðurnesjalína 1 fór út vegna eldingar? b) Var ástæða fjögurra tíma straumleysisins, bilun í búnaði Landsnets á Fitjum? c) Hvers vegna er ekki sjálfvirk endurinnsetning á Suðurnesjalínu 1? Ástæða spurningar minnar er að línan hefði átt verið komin inn aftur, innan hálftíma frá útleysingu ef allt hefði verið eðlilegt, og að margar línur eru með sjálfvirka endurinnsetningu sem skeður á sekúndubroti.9. Er rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti í tengivirkjum og á línum fyrirtækisins um u. þ. b. 50% á síðastliðnum árum?10. Hefur Landsnet fengið jafnlaunavottun? Ástæða spurningar er að aðaleigandi Landsnets, Landsvirkjun (60%), hefur fyrir all löngu fengið jafnlaunavottun, sem er í virkni! Ástæður þessara 10 spurninga minna til Landsnets eru „að fyrirtækinu ber samkvæmt lögum að gæta hagsmuna eigenda sinna“, kerfislegra, jafnræðislegra, fjárhagslegra og umhverfislegra, en þar koma vatnsból höfuðborgarsvæðisins fremst! Ég bendi einnig á grein mína á visir.is með heitinu: Um nýja háspennulínu í Heiðmörk eða nýjan jarðstreng til Geitháls!Undirritaður er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins og viðhaldi þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um nýja háspennulínu í Heiðmörk – nýja eins til tveggja km jarðstrengstengingu á Völlunum í Hafnarfirði – eða jarðstreng til Geitháls. Auk spurninga um straumleysistíma síðustu útleysingar á Suðurnesjalínu 1, og um jafnréttismál hjá fyrirtækinu.1. Hvað stendur í veginum, hvers vegna skoðar Landsnet ekki eftirfarandi tvo möguleika varðandi það að fjarlægja háspennulínur á Völlunum í Hafnarfirði: a) Að leggja Hamraneslínur í jörð á um 1-2 km kafla á svipaðan stað og endavirki Hnoðraholtslínu 1 (AD7) er? Það mætti gera með einu 400 MW jarðstrengjasetti sem síðar mætti framlengja að Geithálsi samkvæmt spurningu 1 b. b) Að leggja 15 km jarðstreng að Geithálsi og nota línuveg Hamraneslínanna sem framkvæmdaveg fyrir jarðstrenginn? Við Elliðavatn væri farið vestan vatnsverndarsvæðisins / Gvendarbrunnanna milli Elliðavatnsins og Helluvatnsins og með Heiðmerkurveginum (408) til Rauðhóla austan þeirra, að Geithálsi. Ástæðan fyrir spurningunum er eftirfarandi: Dreifikerfi Veitna og HS orku tengist flutningskerfi Landsnets í fjórum tengivirkjum á höfuðborgarsvæðinu, við Korpu, á Geithálsi, í Hnoðraholti (AD7) og í Hamranesi. Þaðan er rafmagnið flutt eftir 132 kV jarðstrengjum til um ellefu aðveitustöðva víðsvegar um höfuðborgarsvæðið, strengirnir liggja í gegnum húsahverfi, með stofnbrautum og jafnvel út í sjó. Frá aðveitustöðvunum kvíslast kerfið svo til um þúsund dreifistöðva/spennistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Alls staðar þar sem höfuðborgarsvæðið hefur stækkað hafa háspennulínurnar verið styttar og lagðar í jörð í áföngum: Elliðaárlína 1 (var stytt í þremur áföngum), Korpulína 1 (var stytt og fljótlega verður lagður jarðstrengur í stað hennar að Geithálsi) og Hnoðraholtslína 1 (var stytt fyrir mörgum árum og nú heyrast þær raddir að setja eigi hana í jörð alla að Hnoðraholti. Á sama máta er Búrfellslína 3B tengd Hamranesi með 220 kV jarðstreng.2. Hvers vegna vill Landsnet byggja nýja línu og tvö ný tengivirki á þessu svæði: a) Lyklafellslínu 1? Ástæða fyrir spurningunni er, að þær þrjár línur, sem eru fyrir á svæðinu, eru aðeins 30% lestaðar. b) Tengivirki nærri Hamranestengivirkinu? Ástæða fyrir spurningunni er sú að Hamranestengivirkið er innitengivirki, sem hugsað er til að vera inni í byggð, tengt línum með jarðstrengjum út úr byggð. Einnig hefur Hamranestengivirkið næga stækkunarmöguleika á 132, 220 sem og 400 kV. c) Tengivirki á Sandskeiði? Ástæða fyrir spurningunni er að samkvæmt skipulagi höfuðborgarsvæðisins verður ekki þörf á að flytja tengivirkið á Geithálsi næstu 25 árin.3. Hver væri kostnaður og hvert væri kolefnissporið (samkvæmt spurningu 1)? a) Að leggja 1-2 km jarðstreng? b) Að leggja 15 km jarðstreng?4. Hver væri kostnaður og hvert væri kolefnissporið (samkvæmt spurningu 2)? a) Nýrrar Lyklafellslínu 1? b) Tveggja nýrra tengivirkja sem tengdust Lyklafellslínu? c) Við niðurrif og förgun beggja Hamraneslína 1 og 2? d) Hækkun frá núverandi kostnaðaráætlun (meðaltalshækkun ofan á framkvæmdir Landsnets síðustu áratugina)?5. Hver er ástæða þess að rífa á niður Hamraneslínur (HN1 og HN2) sem eiga 20-25 ára endingu eftir og eru ekki nema að litlu leyti fyrir á skipulagi, sem myndi leysast samkvæmt spurningu 1 a)? Ástæða fyrir spurningunni er: að samkvæmt skipulagi höfuðborgarsvæðisins verða Hamraneslínurnar ekki fyrir byggð næstu 25 árin. Hamraneslínurnar tilheyra álverinu í Straumsvík og þjóna því hlutverki vel næstu 25 árin (en samningur við álverið rennur út árið 2036). Ef samningurinn yrði ekki endurnýjaður þá yrðu Hamraneslínurnar, eða ný Lyklafellslína Landsnets ef hún væri komin, óþarfar.6. Gerir Landsnet ráð fyrir álveri á Reykjanesi á næstu árum? Ástæður spurningarinnar eru fyrirætlanir Landsnets um að byggja nýja Lyklafellslínu 1 400 kV (jafnvel aðra samhliða henni af sömu stærð). Að Norðurál hefur nýlega afskrifað fjárfestingar sínar í álveri í Helguvík.7. Hver er ástæða þess að Landsnet vill taka svona mikla áhættu með vatnsból og náttúru höfuðborgarsvæðisins og fyrir þessar miklu fjárhæðir, í stað þess að leita annarra leiða um úrbætur á Völlum í Hafnarfirði?8. a) Hver var ástæða fjögurra tíma straumleysis í Reykjanesbæ nýlega, þegar Suðurnesjalína 1 fór út vegna eldingar? b) Var ástæða fjögurra tíma straumleysisins, bilun í búnaði Landsnets á Fitjum? c) Hvers vegna er ekki sjálfvirk endurinnsetning á Suðurnesjalínu 1? Ástæða spurningar minnar er að línan hefði átt verið komin inn aftur, innan hálftíma frá útleysingu ef allt hefði verið eðlilegt, og að margar línur eru með sjálfvirka endurinnsetningu sem skeður á sekúndubroti.9. Er rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti í tengivirkjum og á línum fyrirtækisins um u. þ. b. 50% á síðastliðnum árum?10. Hefur Landsnet fengið jafnlaunavottun? Ástæða spurningar er að aðaleigandi Landsnets, Landsvirkjun (60%), hefur fyrir all löngu fengið jafnlaunavottun, sem er í virkni! Ástæður þessara 10 spurninga minna til Landsnets eru „að fyrirtækinu ber samkvæmt lögum að gæta hagsmuna eigenda sinna“, kerfislegra, jafnræðislegra, fjárhagslegra og umhverfislegra, en þar koma vatnsból höfuðborgarsvæðisins fremst! Ég bendi einnig á grein mína á visir.is með heitinu: Um nýja háspennulínu í Heiðmörk eða nýjan jarðstreng til Geitháls!Undirritaður er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins og viðhaldi þess.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun