Bragðgóðar og ilmandi jólakökur 16. desember 2017 09:30 Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, með gómsætu jólakökuna. MYNDIR/STEFÁN Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, tók þátt í laufabrauðsgerð fyrir jólin með móður sinni sem ungur strákur í Keflavík en skipti yfir í piparkökuhúsin með syni sínum þegar hann komst á fullorðinsaldur. Í dag bakar hann hins vegar allt mögulegt fyrir jólin þegar hann er í stuði, t.d. súrdeigsbrauð. „Svo er alltaf gaman að taka klassískar uppskriftir og poppa þær aðeins upp, t.d. piparkökur, sörur og marengstoppa.“ Jólin í ár verða nokkuð hefðbundin hjá Eggerti og fjölskyldu hans þar sem hann mun m.a. bjóða upp á humar, nautalund og crème brûlée í eftirrétt. Auk þess mun hann bjóða upp á heimalagaðan ís um miðnætti. „Á jóladag eru jólaboð í Keflavík. Seinna um kvöldið er hefð fyrir því að fara til æskuvinar míns Guðna Hafsteinssonar þar sem við horfum á NBA körfuboltaleik í beinni útsendingu og spilum svo pílukast fram á nótt.“ Hér gefur Eggert lesendum Fréttablaðsins tvær ljúffengar jólauppskriftir. Einstaklega falleg og bragðgóð jólakaka.Jólaterta 3 botnar: 180 g eggjahvítur 80 g sykur 100 g möndlumjöl 60 g kókosmjöl 125 g flórsykur 30 g hveiti Þeytið eggjahvítur, bætið sykrinum við og þeytið vel. Blandið restinni varlega saman við með sleif. Smyrjið á plötu og bakið við 180 gráður í 12 mínútur eða þar til botnarnir eru ljósbrúnir.Skyr-kókosmús Svissneskur marengs: 135 g eggjahvítur 200 g sykur Setjið blönduna í vatnsbað og hitið í u.þ.b. 55 gráður. Þeytið í hrærivél og setjið í skál. 300 g kókospúrra 9 g matarlímsblöð (5 blöð), hvert blað er 1,7 g 90 g svissneskur marengs 150 g rjómi 100 g skyr Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og léttþeytið rjómann. Hitið kókospúrruna í potti og bræðið matarlímsblöðin í púrrunni. Blandið varlega 90 g af marengsinum út í kókospúrruna ásamt skyrinu og rjómanum. Setjið kókosbotn í sílikonform og hellið kókosmúsinni yfir þangað til formið er hálft. Frystið.Skyr-passionmús 10 g matarlímsblöð (6 blöð), hvert blað er 1,7 g 300 g passion-púrra 225 g svissneskur marengs 200 g rjómi 100 g skyr Sama aðferð og við kókosmúsina. Hellið í lítil sílikonform og frystið. Súkkulaðimús180 g mjólk 360 g rjómi 240 g mjólkursúkkulaði 3,5 g matarlímsblöð (2 blöð) Matarlímsblöðin sett í kalt vatn. Þeytið rjómann. Hitið mjólk að suðu og hellið yfir súkkulaðið og blandið saman. Bætið matarlímsblöðunum við þegar blandan er komin niður í 35 gráðu hita en þá má blanda rjómanum saman við. Jólakakan er þannig sett saman: Hellið súkkulaðimús yfir einn kókosbotninn sem er í sílikonformi þannig að hálft formið fyllist. Setjið frosnu kókosmúsina ofan í og fyllið formið með súkkulaðimúsinni. Takið úr forminu og skreytið að vild. Setjið litlu skyr-passionmúsina ofan á kökuna. Kakósprey á kökuna 300 g dökkt súkkulaði 55% 200 g kakósmjör Blandið í skál og setjið í örbylgjuofn. Brætt saman á 45-50 gráðum. Setjið í rafmagnsspreybyssu og sprautað á frosna kökuna. Þegar heit súkkulaðiblandan fer á frosna kökuna myndast hraun áferð en hægt er að nota sömu aðferð við mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði. Einnig er hægt að gera þessa uppskrift með desert glösum og lagskipta réttinum.Ilmandi góð Pekan baka passar vel á aðventunni.Pekan baka fyrir jólinPekan bakan á sérstaklega við á aðventunni. Hana er hægt að bera fram með með þeyttum rjóma, ís eða staka með heitum kaffibolla eða heitu súkkulaði. Hentar vel í bæði kaffitímanum eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Eggert gefur hér einfalda uppskrift af tveimur bökum því alltaf er gott að eiga böku í fyrstinum þegar góða gesti ber að garði. Tvær Pekan bökur Tveir botnar, um 18 cm: 375 gr hveiti 110 gr flórsykur 250 gr smjör (kalt) 50 gr eggjarauður (2 stk) Hnoðað í hrærivél og kælið deigið. Rúllið deiginu yfir formin tvö og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.Fylling: 130 gr eggjarauður 145 gr síróp 90 gr púðursykur 80 gr smjör (brætt) 50 gr rjómi 200 gr pekanhnetur Allt hráefni, utan pekanhnetanna, þeytt í hrærivél í nokkrar mínútur. Setjið 170 gr af fyllingunni á hvorn botn og stráið 100 gr af pekanhnetum yfir hvora böku. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, tók þátt í laufabrauðsgerð fyrir jólin með móður sinni sem ungur strákur í Keflavík en skipti yfir í piparkökuhúsin með syni sínum þegar hann komst á fullorðinsaldur. Í dag bakar hann hins vegar allt mögulegt fyrir jólin þegar hann er í stuði, t.d. súrdeigsbrauð. „Svo er alltaf gaman að taka klassískar uppskriftir og poppa þær aðeins upp, t.d. piparkökur, sörur og marengstoppa.“ Jólin í ár verða nokkuð hefðbundin hjá Eggerti og fjölskyldu hans þar sem hann mun m.a. bjóða upp á humar, nautalund og crème brûlée í eftirrétt. Auk þess mun hann bjóða upp á heimalagaðan ís um miðnætti. „Á jóladag eru jólaboð í Keflavík. Seinna um kvöldið er hefð fyrir því að fara til æskuvinar míns Guðna Hafsteinssonar þar sem við horfum á NBA körfuboltaleik í beinni útsendingu og spilum svo pílukast fram á nótt.“ Hér gefur Eggert lesendum Fréttablaðsins tvær ljúffengar jólauppskriftir. Einstaklega falleg og bragðgóð jólakaka.Jólaterta 3 botnar: 180 g eggjahvítur 80 g sykur 100 g möndlumjöl 60 g kókosmjöl 125 g flórsykur 30 g hveiti Þeytið eggjahvítur, bætið sykrinum við og þeytið vel. Blandið restinni varlega saman við með sleif. Smyrjið á plötu og bakið við 180 gráður í 12 mínútur eða þar til botnarnir eru ljósbrúnir.Skyr-kókosmús Svissneskur marengs: 135 g eggjahvítur 200 g sykur Setjið blönduna í vatnsbað og hitið í u.þ.b. 55 gráður. Þeytið í hrærivél og setjið í skál. 300 g kókospúrra 9 g matarlímsblöð (5 blöð), hvert blað er 1,7 g 90 g svissneskur marengs 150 g rjómi 100 g skyr Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og léttþeytið rjómann. Hitið kókospúrruna í potti og bræðið matarlímsblöðin í púrrunni. Blandið varlega 90 g af marengsinum út í kókospúrruna ásamt skyrinu og rjómanum. Setjið kókosbotn í sílikonform og hellið kókosmúsinni yfir þangað til formið er hálft. Frystið.Skyr-passionmús 10 g matarlímsblöð (6 blöð), hvert blað er 1,7 g 300 g passion-púrra 225 g svissneskur marengs 200 g rjómi 100 g skyr Sama aðferð og við kókosmúsina. Hellið í lítil sílikonform og frystið. Súkkulaðimús180 g mjólk 360 g rjómi 240 g mjólkursúkkulaði 3,5 g matarlímsblöð (2 blöð) Matarlímsblöðin sett í kalt vatn. Þeytið rjómann. Hitið mjólk að suðu og hellið yfir súkkulaðið og blandið saman. Bætið matarlímsblöðunum við þegar blandan er komin niður í 35 gráðu hita en þá má blanda rjómanum saman við. Jólakakan er þannig sett saman: Hellið súkkulaðimús yfir einn kókosbotninn sem er í sílikonformi þannig að hálft formið fyllist. Setjið frosnu kókosmúsina ofan í og fyllið formið með súkkulaðimúsinni. Takið úr forminu og skreytið að vild. Setjið litlu skyr-passionmúsina ofan á kökuna. Kakósprey á kökuna 300 g dökkt súkkulaði 55% 200 g kakósmjör Blandið í skál og setjið í örbylgjuofn. Brætt saman á 45-50 gráðum. Setjið í rafmagnsspreybyssu og sprautað á frosna kökuna. Þegar heit súkkulaðiblandan fer á frosna kökuna myndast hraun áferð en hægt er að nota sömu aðferð við mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði. Einnig er hægt að gera þessa uppskrift með desert glösum og lagskipta réttinum.Ilmandi góð Pekan baka passar vel á aðventunni.Pekan baka fyrir jólinPekan bakan á sérstaklega við á aðventunni. Hana er hægt að bera fram með með þeyttum rjóma, ís eða staka með heitum kaffibolla eða heitu súkkulaði. Hentar vel í bæði kaffitímanum eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Eggert gefur hér einfalda uppskrift af tveimur bökum því alltaf er gott að eiga böku í fyrstinum þegar góða gesti ber að garði. Tvær Pekan bökur Tveir botnar, um 18 cm: 375 gr hveiti 110 gr flórsykur 250 gr smjör (kalt) 50 gr eggjarauður (2 stk) Hnoðað í hrærivél og kælið deigið. Rúllið deiginu yfir formin tvö og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.Fylling: 130 gr eggjarauður 145 gr síróp 90 gr púðursykur 80 gr smjör (brætt) 50 gr rjómi 200 gr pekanhnetur Allt hráefni, utan pekanhnetanna, þeytt í hrærivél í nokkrar mínútur. Setjið 170 gr af fyllingunni á hvorn botn og stráið 100 gr af pekanhnetum yfir hvora böku. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira