Frá Barak til Trumps Uri Avnery skrifar 18. desember 2017 21:16 Ehud Barak hefur „rofið þögnina“. Hann birti grein í New York Times þar sem hann ræðst á forætisráðherra okkar og skefur hvergi af. Með öðrum orðum gerði hann nákvæmlega það sama og hópur fyrrum hermanna sem kallar sig „Þögnin rofin“, en hópurinn er ásakaður um að veifa skítugu dulunum okkar framan í umheiminn. Fyrrum hermennirnir ljóstra upp um stríðsglæpi sem þeir hafa orðið vitni að eða jafnvel sjálfir tekið þátt í. En Barak var ekki eingöngu að ráðast á Binyamin Netanyahu heldur notaði hann greinina líka til að birta friðaráætlun sína. Barak, sem er fyrrum yfirmaður ísraelska herráðsins og fyrrum forsætisráðherra, ætlar sér greinilega að snúa aftur og friðaráætlun hans er þáttur í því. Það virðist í öllu falli ekki vera neinn hörgull á friðaráætlunum fyrir landsvæði okkar þessa dagana. Ég ber virðingu fyrir gáfum Baraks. Fyrir mörgum árum, þegar hann var ennþá varaforingi í herráðinu, bauð hann mér óvænt í spjall. Við spjölluðum um hernaðarsögu 17. aldar (en hernaðarsaga er gamalt áhugamál hjá mér) og ég komst fljótt að því að hann var mjög vel að sér um efnið. Ég hafði mjög gaman af þessu. Vorkvöld eitt í maí árið 1999 var ég í fjöldafagnaði á Rabin-torginu í Tel Aviv í tilefni þess að Barak vann kosningarnar til Knessetsins og varð forsætisráðherra. Hann lofaði okkur að „ný dagrenning“ væri í uppsiglingu. Sérstaklega lofaði hann að semja frið við Palestínumenn. Hvað gáfur snertir, ber Barak af öllum öðrum stjórnmálamönnum Ísraela. En fljótlega kom í ljós að þetta kynni að verða honum til trafala. Gáfað fólk á það til að vera hrokafullt. Það lítur niður á fólk sem er ekki sömu gáfum gætt. Barak var sannfærður um að hann væri með öll svör á hreinu og krafðist því þess að Clinton forseti boðaði fund með Yasser Arafat. Í aðdraganda fundarins ræddi ég við Arafat og sá að hann hafði miklar áhyggjur. Ekkert hafði verið undirbúið, engin skoðanaskipti, ekkert. Hann vildi ekki fara á fundinn, sem var dæmdur til að mistakast, en hann gat ekki hafnað boði frá forseta Bandaríkjanna. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Barak, sem var sjálfsöruggur að vanda, lagði fram friðaráætlun sína. Þar var meira gefið eftir en í nokkurri ísraelskri áætlun fram að því, en áætlunin var langt frá lágmarkskröfum Palestínumanna. Fundurinn leystist upp. Hvað gerir diplómati við slíkar aðstæður? Hann segir: „Við áttum árangursrík skoðanaskipti. Við höfum enn ekki komist að endanlegri niðurstöðu, en samningaviðræður halda áfram og það verða fleiri fundir, þar til við komumst að samkomulagi.“ Það sagði Barak ekki. Hann sagði ekki heldur „Fyrirgefið, ég þekki ekkert til sjónarhorns Palestínumanna, en mun núna kynna mér það í þaula.“ Þess í stað sneri Barak heim og lýsti því yfir að Ísrael hefði boðið rausnarlegustu skilmála sem um getur, að Palestínumenn hefðu hafnað öllu, að Palestínumenn vildu varpa okkur í sjóinn og að við hefðum því „engan að semja frið við“. Hefði stjórnmálamaður á hægri vængnum lýst þessu yfir hefðu allir yppt öxlum. En þar sem þetta kom frá leiðtoga friðarhreyfingarinnar hafði það skelfileg áhrif sem gætir fram á þennan dag. Svo nú birtist Barak, nýi Barak, með glænýja friðaráætlun. Hvað hefur hann að segja? Hann segir markmiðið vera „aðskilnað“ frá Palestínumönnum. Ekki frið, ekki samvinnu, bara aðskilnað. Losum okkur við þá. „Friður“ er ekki svo vinsæll þessa dagana. Hvers konar aðskilnaður? Ísrael innlimar nýju gyðingahverfin í Austur Jerúsalem og „landnemaþyrpingarnar“ – hóp landtökubyggða gyðinga handan við Grænu línuna, en nærri henni. Hann fellst á „landsvæðaskipti“. Og hér kemur stóra trompið: „Almenn öryggisgæsla á Vesturbakkanum mun áfram vera í höndum Ísraelshers svo lengi sem nauðsyn krefur.“ Og dapurleg niðurstaðan: „Jafnvel ef það er ekki hægt að leysa úr deilu Ísraela og Palestínumanna á þessu stigi og líklega er það ekki hægt...“ Sé nokkur einasti Palestínumaður sem myndi fallast á þessa skilmála, þá kæmi það mér á óvart. En Barak, fyrr sem nú, stendur á sama um sjónarmið og tilfinningar Palestínumanna. Það á hann sameiginlegt með Netanyahu, sem sér þó allavega sóma sinn í að leggja ekki fram „friðaráætlun“. Ólíkt Trump. Donald Trump er ekki snillingur eins og Barak en hann er líka með friðaráætlun. Hópur hægrisinnaðra gyðinga, þar á meðal tengdasonur hans (sem er enginn snillingur heldur), hefur unnið að þessu mánuðum saman. Hann lagði áætlunina fyrir Mahmoud Abbas, eftirmann Arafats, nýjan krónprins Sádi-Arabíu og aðra arabíska prinsa. Með áætluninni virðist vera gert ráð fyrir Palestínuríki sem felur í sér nokkra litla og einangraða byggðarkjarna á Vesturbakkanum, án Jerúsalem og án þess að Palestínumenn fái að hafa her. Þetta er náttúrlega galið. Ekki nokkur Palestínumaður eða einn einasti arabi myndi samþykkja þetta. Og það sem verra er, hver sem stingur upp á annari eins skrípamynd af ríki kemur upp um algjöra vanþekkingu sína. Þetta er nefnilega meginvandamálið: það er mun verra en að vita einfaldlega ekki betur. Þetta lýsir gríðarlegri fyrirlitningu í garð Palestínumanna og araba almennt og endurspeglar það grundvallarviðhorf að tilfinningar þeirra, hafi þeir nokkrar, skipti engu máli. Þetta eru leifar frá nýlendutímum. Palestínumenn og arabar almennt eru sannarlega með djúpstæðar tilfinningar og sannfæringu. Þeir eru stolt fólk. Þeir muna enn þann tíma þegar múslimar voru margfalt þróaðri en evrópsku villimennirnir. Það særir þá djúpt að Bandaríkjaforseti og gyðingahirð hans komi fram við þá eins og skít. Slík framkoma gæti leitt til ólgu á svæðinu sem enginn arabaprins á mála hjá Bandaríkjunum mun geta haft hemil á. Þetta varðar sérstaklega Jerúsalem. Í augum múslima er hún ekki bara bær. Hún er þriðji helgasti staður þeirra, staðurinn þar sem spámaðurinn – friður sé með honum – steig til himna. Fyrir múslima er það óhugsandi að láta eftir Jerúsalem. Nýjustu ákvarðanir Trumps varðandi Jerúsalem eru heimskulegar og þá er vægt til orða tekið. Arabar eru bálreiðir, Ísraelum stendur nokkurn veginn á sama, skósveinar Bandaríkjanna í arabaheimum, þar á meðal prinsar, eru mjög áhyggjufullir. Brjótist óeirðir út, þá kynni þeim að vera sópað burt. Og fyrir hvað? Eina fyrirsögn í kvöldfréttunum? Það er ekkert málefni í okkar heimshluta og kannski í heiminum – sem er viðkvæmara. Jerúsalem er helg þrennum heimstrúarbrögðum og heilagleika rökræðir maður ekki. Ég hef hugsað mikið um þetta efni í gegnum tíðina. Ég elska Jerúsalem (ólíkt stofnanda síonismans, Theodor Herzl, sem hafði andstyggð á henni og yfirgaf hana í flýti eftir að hafa aðeins gist þar eina nótt). Upphafsmönnum síonismans var í nöp við borgina þar sem þeim fannst hún tákn alls sem væri rangt og andstyggilegt í gyðingdómi. Fyrir eitthvað um tuttugu árum samdi ég stefnuyfirlýsingu með vini mínum heitnum, Feisal al-Husseini, sem var leiðtogi araba í Jerúsalem og af göfugustu ætt þeirra. Hundruðir Ísraela og Palestínumanna skrifuðu undir. Hún nefndist „Jerúsalem okkar“. Hún hófst á þessum orðum: „Jerúsalem er okkar. Ísraela og Palestínumanna, múslima, kristinna og gyðinga.“ Síðan sagði: „Jerúsalem okkar er blanda af öllum þeim menningarstraumum, öllum trúarbrögðum og öllum tímabilum sem hafa auðgað borgina, frá ævafornu allt fram á þennan dag – kananítar og jebúsítar og Ísraelsmenn, gyðingar og Hellenar, Rómverjar og Býsansmenn, kristnir og múslimar, arabar og mamelíkar, Ottómanir og Bretar, Palestínumenn og Ísraelar. Jerúsalem okkar verður að vera sameinuð, opin öllum og tilheyra öllum íbúum hennar, án þess að vera hlutuð niður með landamærum og gaddavír. Og praktíska lausnin: „Jerúsalem okkar verður að vera höfuðborg ríkjanna tveggja sem munu lifa hlið við hlið í þessu landi – Vestur-Jerúsalem höfuðborg Ísraelsríkis og Austur-Jerúsalem höfuðborg Palestínuríkis“ Ég vildi óska að ég gæti neglt þessa stefnuyfirlýsingu á dyr Hvíta hússins.Uri Avnery er 94 ára formaður ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom og fyrrum hermaður, ritstjóri og þingmaður. Einar Steinn Valgarðsson þýddi með góðfúslegu leyfi höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ehud Barak hefur „rofið þögnina“. Hann birti grein í New York Times þar sem hann ræðst á forætisráðherra okkar og skefur hvergi af. Með öðrum orðum gerði hann nákvæmlega það sama og hópur fyrrum hermanna sem kallar sig „Þögnin rofin“, en hópurinn er ásakaður um að veifa skítugu dulunum okkar framan í umheiminn. Fyrrum hermennirnir ljóstra upp um stríðsglæpi sem þeir hafa orðið vitni að eða jafnvel sjálfir tekið þátt í. En Barak var ekki eingöngu að ráðast á Binyamin Netanyahu heldur notaði hann greinina líka til að birta friðaráætlun sína. Barak, sem er fyrrum yfirmaður ísraelska herráðsins og fyrrum forsætisráðherra, ætlar sér greinilega að snúa aftur og friðaráætlun hans er þáttur í því. Það virðist í öllu falli ekki vera neinn hörgull á friðaráætlunum fyrir landsvæði okkar þessa dagana. Ég ber virðingu fyrir gáfum Baraks. Fyrir mörgum árum, þegar hann var ennþá varaforingi í herráðinu, bauð hann mér óvænt í spjall. Við spjölluðum um hernaðarsögu 17. aldar (en hernaðarsaga er gamalt áhugamál hjá mér) og ég komst fljótt að því að hann var mjög vel að sér um efnið. Ég hafði mjög gaman af þessu. Vorkvöld eitt í maí árið 1999 var ég í fjöldafagnaði á Rabin-torginu í Tel Aviv í tilefni þess að Barak vann kosningarnar til Knessetsins og varð forsætisráðherra. Hann lofaði okkur að „ný dagrenning“ væri í uppsiglingu. Sérstaklega lofaði hann að semja frið við Palestínumenn. Hvað gáfur snertir, ber Barak af öllum öðrum stjórnmálamönnum Ísraela. En fljótlega kom í ljós að þetta kynni að verða honum til trafala. Gáfað fólk á það til að vera hrokafullt. Það lítur niður á fólk sem er ekki sömu gáfum gætt. Barak var sannfærður um að hann væri með öll svör á hreinu og krafðist því þess að Clinton forseti boðaði fund með Yasser Arafat. Í aðdraganda fundarins ræddi ég við Arafat og sá að hann hafði miklar áhyggjur. Ekkert hafði verið undirbúið, engin skoðanaskipti, ekkert. Hann vildi ekki fara á fundinn, sem var dæmdur til að mistakast, en hann gat ekki hafnað boði frá forseta Bandaríkjanna. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Barak, sem var sjálfsöruggur að vanda, lagði fram friðaráætlun sína. Þar var meira gefið eftir en í nokkurri ísraelskri áætlun fram að því, en áætlunin var langt frá lágmarkskröfum Palestínumanna. Fundurinn leystist upp. Hvað gerir diplómati við slíkar aðstæður? Hann segir: „Við áttum árangursrík skoðanaskipti. Við höfum enn ekki komist að endanlegri niðurstöðu, en samningaviðræður halda áfram og það verða fleiri fundir, þar til við komumst að samkomulagi.“ Það sagði Barak ekki. Hann sagði ekki heldur „Fyrirgefið, ég þekki ekkert til sjónarhorns Palestínumanna, en mun núna kynna mér það í þaula.“ Þess í stað sneri Barak heim og lýsti því yfir að Ísrael hefði boðið rausnarlegustu skilmála sem um getur, að Palestínumenn hefðu hafnað öllu, að Palestínumenn vildu varpa okkur í sjóinn og að við hefðum því „engan að semja frið við“. Hefði stjórnmálamaður á hægri vængnum lýst þessu yfir hefðu allir yppt öxlum. En þar sem þetta kom frá leiðtoga friðarhreyfingarinnar hafði það skelfileg áhrif sem gætir fram á þennan dag. Svo nú birtist Barak, nýi Barak, með glænýja friðaráætlun. Hvað hefur hann að segja? Hann segir markmiðið vera „aðskilnað“ frá Palestínumönnum. Ekki frið, ekki samvinnu, bara aðskilnað. Losum okkur við þá. „Friður“ er ekki svo vinsæll þessa dagana. Hvers konar aðskilnaður? Ísrael innlimar nýju gyðingahverfin í Austur Jerúsalem og „landnemaþyrpingarnar“ – hóp landtökubyggða gyðinga handan við Grænu línuna, en nærri henni. Hann fellst á „landsvæðaskipti“. Og hér kemur stóra trompið: „Almenn öryggisgæsla á Vesturbakkanum mun áfram vera í höndum Ísraelshers svo lengi sem nauðsyn krefur.“ Og dapurleg niðurstaðan: „Jafnvel ef það er ekki hægt að leysa úr deilu Ísraela og Palestínumanna á þessu stigi og líklega er það ekki hægt...“ Sé nokkur einasti Palestínumaður sem myndi fallast á þessa skilmála, þá kæmi það mér á óvart. En Barak, fyrr sem nú, stendur á sama um sjónarmið og tilfinningar Palestínumanna. Það á hann sameiginlegt með Netanyahu, sem sér þó allavega sóma sinn í að leggja ekki fram „friðaráætlun“. Ólíkt Trump. Donald Trump er ekki snillingur eins og Barak en hann er líka með friðaráætlun. Hópur hægrisinnaðra gyðinga, þar á meðal tengdasonur hans (sem er enginn snillingur heldur), hefur unnið að þessu mánuðum saman. Hann lagði áætlunina fyrir Mahmoud Abbas, eftirmann Arafats, nýjan krónprins Sádi-Arabíu og aðra arabíska prinsa. Með áætluninni virðist vera gert ráð fyrir Palestínuríki sem felur í sér nokkra litla og einangraða byggðarkjarna á Vesturbakkanum, án Jerúsalem og án þess að Palestínumenn fái að hafa her. Þetta er náttúrlega galið. Ekki nokkur Palestínumaður eða einn einasti arabi myndi samþykkja þetta. Og það sem verra er, hver sem stingur upp á annari eins skrípamynd af ríki kemur upp um algjöra vanþekkingu sína. Þetta er nefnilega meginvandamálið: það er mun verra en að vita einfaldlega ekki betur. Þetta lýsir gríðarlegri fyrirlitningu í garð Palestínumanna og araba almennt og endurspeglar það grundvallarviðhorf að tilfinningar þeirra, hafi þeir nokkrar, skipti engu máli. Þetta eru leifar frá nýlendutímum. Palestínumenn og arabar almennt eru sannarlega með djúpstæðar tilfinningar og sannfæringu. Þeir eru stolt fólk. Þeir muna enn þann tíma þegar múslimar voru margfalt þróaðri en evrópsku villimennirnir. Það særir þá djúpt að Bandaríkjaforseti og gyðingahirð hans komi fram við þá eins og skít. Slík framkoma gæti leitt til ólgu á svæðinu sem enginn arabaprins á mála hjá Bandaríkjunum mun geta haft hemil á. Þetta varðar sérstaklega Jerúsalem. Í augum múslima er hún ekki bara bær. Hún er þriðji helgasti staður þeirra, staðurinn þar sem spámaðurinn – friður sé með honum – steig til himna. Fyrir múslima er það óhugsandi að láta eftir Jerúsalem. Nýjustu ákvarðanir Trumps varðandi Jerúsalem eru heimskulegar og þá er vægt til orða tekið. Arabar eru bálreiðir, Ísraelum stendur nokkurn veginn á sama, skósveinar Bandaríkjanna í arabaheimum, þar á meðal prinsar, eru mjög áhyggjufullir. Brjótist óeirðir út, þá kynni þeim að vera sópað burt. Og fyrir hvað? Eina fyrirsögn í kvöldfréttunum? Það er ekkert málefni í okkar heimshluta og kannski í heiminum – sem er viðkvæmara. Jerúsalem er helg þrennum heimstrúarbrögðum og heilagleika rökræðir maður ekki. Ég hef hugsað mikið um þetta efni í gegnum tíðina. Ég elska Jerúsalem (ólíkt stofnanda síonismans, Theodor Herzl, sem hafði andstyggð á henni og yfirgaf hana í flýti eftir að hafa aðeins gist þar eina nótt). Upphafsmönnum síonismans var í nöp við borgina þar sem þeim fannst hún tákn alls sem væri rangt og andstyggilegt í gyðingdómi. Fyrir eitthvað um tuttugu árum samdi ég stefnuyfirlýsingu með vini mínum heitnum, Feisal al-Husseini, sem var leiðtogi araba í Jerúsalem og af göfugustu ætt þeirra. Hundruðir Ísraela og Palestínumanna skrifuðu undir. Hún nefndist „Jerúsalem okkar“. Hún hófst á þessum orðum: „Jerúsalem er okkar. Ísraela og Palestínumanna, múslima, kristinna og gyðinga.“ Síðan sagði: „Jerúsalem okkar er blanda af öllum þeim menningarstraumum, öllum trúarbrögðum og öllum tímabilum sem hafa auðgað borgina, frá ævafornu allt fram á þennan dag – kananítar og jebúsítar og Ísraelsmenn, gyðingar og Hellenar, Rómverjar og Býsansmenn, kristnir og múslimar, arabar og mamelíkar, Ottómanir og Bretar, Palestínumenn og Ísraelar. Jerúsalem okkar verður að vera sameinuð, opin öllum og tilheyra öllum íbúum hennar, án þess að vera hlutuð niður með landamærum og gaddavír. Og praktíska lausnin: „Jerúsalem okkar verður að vera höfuðborg ríkjanna tveggja sem munu lifa hlið við hlið í þessu landi – Vestur-Jerúsalem höfuðborg Ísraelsríkis og Austur-Jerúsalem höfuðborg Palestínuríkis“ Ég vildi óska að ég gæti neglt þessa stefnuyfirlýsingu á dyr Hvíta hússins.Uri Avnery er 94 ára formaður ísraelsku friðarsamtakanna Gush Shalom og fyrrum hermaður, ritstjóri og þingmaður. Einar Steinn Valgarðsson þýddi með góðfúslegu leyfi höfundar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar