Matur og hreyfing um jól 15. desember 2017 11:30 Hólmfríður Þorgeirsdóttir er verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis sem hvetur til þess að fjölskyldan eigi skemmtilegar samverustundir með útivist og hreyfingu um hátíðarnar. MYND/EYÞÓR „Ótalmargt girnilegt og gómsætt er á borðum í desembermánuði og ekki nema eðlilegt að tilhlökkunin sé mikil til að fá að njóta góða bragðsins,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis. Hún segir landsmenn ekki þurfa að hafa áhyggjur þótt brugðið sé út af vananum í örfáa daga á ári. „Það er mataræðið í heild og yfir árið sem skiptir meginmáli. Þó er það staðreynd að hjá mörgum er meira og minna allur desembermánuður undirlagður af veislumat og því ekki úr vegi að huga að því hvernig við getum gert jólahátíðina, og matinn sem henni fylgir, heilsusamlegri.“ Hollari jólamatur Að sögn Hólmfríðar þarf veislumatur alls ekki að vera óhollur og hægt er að gera smáar breytingar á matreiðslu í átt að hollustu án þess að það þurfi að hafa mikil áhrif á bragð matarins. „Ef reyktur og saltaður matur er á borðum, eins og hangikjöt og hamborgarhryggur, er hægt að velja saltminni vörur og líka gott að stilla skammtastærðinni í hóf. Einnig að nota fituminni rjóma í sósuna og svo skiptir meðlætið einnig máli, muna eftir grænmetinu og hafa nóg af því með jólamatnum,“ segir Hólmfríður. Þá sé gott að bjóða upp á ávexti í eftirrétt og millibita, sem og hnetur og möndlur. „Dagana á milli veisluhalda er skynsamlegt að velja léttari mat og koma fiski á matseðilinn.“ Borðum með athygli Hólmfríður segir gott að gefa sér góðan tíma til að njóta veisluhalda jólanna og að borða með athygli. „Að borða með athygli felur í sér að beina athyglinni meðvitað að því að borða og taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu. Einnig er æskilegt að huga að skammtastærðum og stilla magni í hóf þegar skammtað er á diskinn.“ Hún hvetur landsmenn líka til vatnsdrykkju um jólin, í það minnsta með öðrum drykkjum. „Vatn ætti að eiga sér fastan stað á jólaborðinu með öðrum drykkjum því vatn er ákjósanlegasti drykkurinn með matnum og við þorsta.“ Hreyfum okkur daglega Embætti landlæknis bendir einnig á að samhliða því sem hugað er að mataræðinu er ekki síður gott að sinna daglegri hreyfingu yfir jólin, líkt og aðra daga ársins. Yfir hátíðarnar er tilvalið að eiga skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu og vinum með því að fara í gönguferð, í sund eða á skauta. Ef snjór er nægur má meðal annars skella sér á snjóþotu, á skíði eða bara búa til snjókarl. Hvaða leið sem valin er til hreyfingar er líklegt að okkur líði betur en annars og að við njótum þess enn frekar að borða góða jólamatinn og slaka á yfir hátíðisdagana. Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
„Ótalmargt girnilegt og gómsætt er á borðum í desembermánuði og ekki nema eðlilegt að tilhlökkunin sé mikil til að fá að njóta góða bragðsins,“ segir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri næringar hjá Embætti landlæknis. Hún segir landsmenn ekki þurfa að hafa áhyggjur þótt brugðið sé út af vananum í örfáa daga á ári. „Það er mataræðið í heild og yfir árið sem skiptir meginmáli. Þó er það staðreynd að hjá mörgum er meira og minna allur desembermánuður undirlagður af veislumat og því ekki úr vegi að huga að því hvernig við getum gert jólahátíðina, og matinn sem henni fylgir, heilsusamlegri.“ Hollari jólamatur Að sögn Hólmfríðar þarf veislumatur alls ekki að vera óhollur og hægt er að gera smáar breytingar á matreiðslu í átt að hollustu án þess að það þurfi að hafa mikil áhrif á bragð matarins. „Ef reyktur og saltaður matur er á borðum, eins og hangikjöt og hamborgarhryggur, er hægt að velja saltminni vörur og líka gott að stilla skammtastærðinni í hóf. Einnig að nota fituminni rjóma í sósuna og svo skiptir meðlætið einnig máli, muna eftir grænmetinu og hafa nóg af því með jólamatnum,“ segir Hólmfríður. Þá sé gott að bjóða upp á ávexti í eftirrétt og millibita, sem og hnetur og möndlur. „Dagana á milli veisluhalda er skynsamlegt að velja léttari mat og koma fiski á matseðilinn.“ Borðum með athygli Hólmfríður segir gott að gefa sér góðan tíma til að njóta veisluhalda jólanna og að borða með athygli. „Að borða með athygli felur í sér að beina athyglinni meðvitað að því að borða og taka betur eftir merkjum líkamans um svengd og seddu. Einnig er æskilegt að huga að skammtastærðum og stilla magni í hóf þegar skammtað er á diskinn.“ Hún hvetur landsmenn líka til vatnsdrykkju um jólin, í það minnsta með öðrum drykkjum. „Vatn ætti að eiga sér fastan stað á jólaborðinu með öðrum drykkjum því vatn er ákjósanlegasti drykkurinn með matnum og við þorsta.“ Hreyfum okkur daglega Embætti landlæknis bendir einnig á að samhliða því sem hugað er að mataræðinu er ekki síður gott að sinna daglegri hreyfingu yfir jólin, líkt og aðra daga ársins. Yfir hátíðarnar er tilvalið að eiga skemmtilegar samverustundir með fjölskyldu og vinum með því að fara í gönguferð, í sund eða á skauta. Ef snjór er nægur má meðal annars skella sér á snjóþotu, á skíði eða bara búa til snjókarl. Hvaða leið sem valin er til hreyfingar er líklegt að okkur líði betur en annars og að við njótum þess enn frekar að borða góða jólamatinn og slaka á yfir hátíðisdagana.
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira