Tímaskekkja og tímasóun Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar