Tímaskekkja og tímasóun Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar