Tímaskekkja og tímasóun Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég gleymi aldrei mínum fyrsta dönskutíma í grunnskóla. Við sátum öll og þuldum upp orðin sem notuð eru til að kynna sig, kveðja fólk og panta sér smurbrauð. Á næstu árum inn í framhaldsnám mitt mætti ég í dönskutíma og barði þetta mál í mig. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á tungumálum og fór reyndar að læra kínversku þegar komið var að háskólanámi. Ég fékk oft mjög hátt í dönsku og var fljótlega farinn að hlakka til að fara í mína fyrstu reisu til Kaupmannahafnar. Þegar þangað var komið gekk ég niður Strøget og fór að tala við heimamenn. Vandamálið var hins vegar að ég lenti nánast alltaf í tungumálaerfiðleikum. Annaðhvort skildi ég ekki þykkan hreim Dana eða þeir ekki minn og endaði samtalið alltaf á því að við urðum að skipta yfir á ensku. Það var þá sem ég fór að velta ýmsu fyrir mér. Í fyrsta lagi, hvernig stóð á því að eftir næstum heilan áratug í dönskunámi var ég nánast óskiljanlegur hvert sem ég fór og í öðru lagi, af hverju er þetta ennþá skylduáfangi í íslenskum skólum til að byrja með? Þau rök sem eru færð fyrir því að neyða íslensk ungmenni til að læra dönsku eru söguleg tengsl sem Íslendingar hafa við Dani. Tungumálið gegndi lykilhlutverki í samskiptum okkar við Danmörk og var drjúgur hluti námsefnisins á dönsku. Tungumálið var einnig mikilvægt fyrir alla þá Íslendinga sem fóru í háskólanám og höfðu fátt annað um að velja en Kaupmannahöfn. Margt hefur breyst síðan þá, en það voru þessar sögulegu ástæður sem urðu til þess að danska var kennd á Íslandi. En sögulegar ástæður þýða ekki mikið. Íslendingar hafa líka söguleg tengsl við að brenna fólk á báli fyrir galdra og drekkja konum fyrir dulsmál og blóðskammir. Ef verið er að neyða námsmenn til að læra eitthvað, þá ættu rökin frekar að snúast um nytsemi, ekki hefð. Svo er það sú hugsun að með því að læra dönsku getum við gert okkur skiljanleg á hinum Norðurlöndunum. Sú hugmynd er alls ekki galin og ef Norðurlandabúar væru ennþá siglandi um á víkingaskipum, ófærir í að tjá sig á ensku þá myndi þessi kunnátta koma sér vel. En staðreyndin er sú að enskan er löngu búin að taka sér fótfestu og er núna orðin annað tungumál hjá 86-90% af íbúum Norðurlandanna. Þetta er ekki spurning um að leggja niður dönsku alfarið. Að læra tungumál er eitt það besta sem einstaklingur getur gert. Þetta er spurning um hvort danska eigi að vera val eða skylda. Það að þetta sé bara hefð og gæti komið sér vel fyrir í löndum þar sem enska er þegar töluð eru ekki nægileg rök fyrir öll þau ár sem íslenskir námsmenn verja í að læra dönsku. Á meðan skólar eru að hefjast á ný ættum við hin að hefja alvarlega umræðu um það hvernig framtíðin mun líta út í íslensku menntakerfi. Verðum við þjóðin sem leitast eftir því að nýta námsár barna okkar eins vel og hægt er eða verðum við þjóðin sem neitar að breytast bara vegna þess að ákveðnir hlutir hafa alltaf verið þannig?
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun