Dómsmorð í Hæstarétti? Einar Valur Ingimundarson skrifar 4. desember 2017 10:00 Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar