Menntamálin í forgangi Skúli Þór Helgason skrifar 7. desember 2017 07:00 Borgarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun komandi árs á fundi sínum á þriðjudag og endurspeglar áætlunin áframhaldandi sókn á flestum sviðum. Skóla- og frístundastarfið hefur notið ákveðins forgangs frá því hagur borgarsjóðs tók að vænkast haustið 2016. Fjármagn til málaflokksins hækkar um rúmlega 1.000 milljónir króna á næsta ári og hefur þá hækkað um 3 milljarða króna frá árinu 2016. Þá eru ekki taldar með samningsbundnar launahækkanir sem á árunum 2017 og 2018 nema hálfum öðrum milljarði og alls rúmlega 6 milljörðum króna frá árinu 2014.Bætt starfsumhverfi Eitt mikilvægasta verkefni okkar á þessu ári hefur verið að móta tillögur um hvernig megi bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva og þar með minnka álag og auka nýliðun. Mannekla síðustu missera hefur undirstrikað hve brýnt það er að gera starfsumhverfið eftirsóknarverðara og þar þarf að gera allt í senn, bæta laun, vinnuaðstæður og fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám og skyldar greinar. Í góðu samstarfi við fulltrúa kennara, stjórnenda, foreldra og fleiri er nú verið að leggja lokahönd á tillögur til úrbóta og munu þær verða kynntar á næstunni.Nýtt fjármagn Á þessu ári hafa framlög til skóla- og frístundamála í Reykjavík hækkað um 2 milljarða króna sem kemur fram í bættri þjónustu á ýmsum sviðum. Þar kennir margra grasa, en veigamestu liðirnir eru inntaka yngri barna á leikskóla, tvöföldun framlaga til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna, aukin framlög til sérkennslu, framlög til að bæta gæði skólamáltíða og faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Í frístundastarfinu má nefna sértækt klúbbastarf í félagsmiðstöðvum, gjaldfrjálsa frístund fyrir börn af erlendum uppruna og kórastarf yngri barna í frístundastarfinu svo dæmi séu tekin.Áframhaldandi sókn framundan Á næsta ári verður auknu fjármagni varið til leikskóla og mun það birtast með margvíslegum hætti. Leikskólar með hátt hlutfall erlendra barna fá viðbótarfjármagn, sömuleiðis leikskólar sem þurfa að samræma starfið á þremur starfsstöðvum með fjarlægð á milli. Starfsmannafundir verða tvöfalt fleiri og fjármagn aukið til starfsmanna í sértækri sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Í grunnskólum hækkar framlag til almennrar kennslu, faglegs starfs og næðisstundar. Þá verður svarað kalli kennara um aukinn stuðning og úrræði til að mæta börnum með fjölþættan vanda m.a. með ráðningu hegðunarráðgjafa og talmeinafræðinga í alla borgarhluta, átaki í að bæta tölvubúnað kennara og nemenda og efla kennsluráðgjöf til að skólar geti í ríkari mæli hagnýtt kosti upplýsingatækni í sínu starfi. Síðast en ekki síst verða námsgögn í grunnskólum gjaldfrjáls frá og með næsta skólaári. Í frístundastarfinu verður auknu fjármagni varið í félagsmiðstöðvastarf, styrki til verkefna ungmenna svo þeir geti hrint sínum hugmyndum í framkvæmd, námsleyfi starfsfólks frístundar og heilsársrekstur frístundaheimila. Þá verður áhersla lögð á að vinna að innleiðingu frístundastefnu borgarinnar sem samþykkt var í haust. Ástæða er til að vekja athygli á aukinni áherslu á listnám, verk- og tækninám sem birtist m.a. í fjölgun nemenda í skólahljómsveitum, dansverkefni í leikskólum og frístund, yngri barna kórum í frístund, Vísindasmiðjum í samvinnu við Háskóla Íslands og vinnu við mótun menningar- og útinámskráa Reykjavíkurborgar. Síðast en ekki síst verður þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs tvöfaldaður á næsta ári sem er skýr vísbending um að áhersla á öfluga skólaþróun verður ríkur og vaxandi þáttur í menntastefnu borgarinnar á komandi árum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun komandi árs á fundi sínum á þriðjudag og endurspeglar áætlunin áframhaldandi sókn á flestum sviðum. Skóla- og frístundastarfið hefur notið ákveðins forgangs frá því hagur borgarsjóðs tók að vænkast haustið 2016. Fjármagn til málaflokksins hækkar um rúmlega 1.000 milljónir króna á næsta ári og hefur þá hækkað um 3 milljarða króna frá árinu 2016. Þá eru ekki taldar með samningsbundnar launahækkanir sem á árunum 2017 og 2018 nema hálfum öðrum milljarði og alls rúmlega 6 milljörðum króna frá árinu 2014.Bætt starfsumhverfi Eitt mikilvægasta verkefni okkar á þessu ári hefur verið að móta tillögur um hvernig megi bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva og þar með minnka álag og auka nýliðun. Mannekla síðustu missera hefur undirstrikað hve brýnt það er að gera starfsumhverfið eftirsóknarverðara og þar þarf að gera allt í senn, bæta laun, vinnuaðstæður og fjölga þeim sem leggja stund á kennaranám og skyldar greinar. Í góðu samstarfi við fulltrúa kennara, stjórnenda, foreldra og fleiri er nú verið að leggja lokahönd á tillögur til úrbóta og munu þær verða kynntar á næstunni.Nýtt fjármagn Á þessu ári hafa framlög til skóla- og frístundamála í Reykjavík hækkað um 2 milljarða króna sem kemur fram í bættri þjónustu á ýmsum sviðum. Þar kennir margra grasa, en veigamestu liðirnir eru inntaka yngri barna á leikskóla, tvöföldun framlaga til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna, aukin framlög til sérkennslu, framlög til að bæta gæði skólamáltíða og faglegs starfs í leikskólum og grunnskólum. Í frístundastarfinu má nefna sértækt klúbbastarf í félagsmiðstöðvum, gjaldfrjálsa frístund fyrir börn af erlendum uppruna og kórastarf yngri barna í frístundastarfinu svo dæmi séu tekin.Áframhaldandi sókn framundan Á næsta ári verður auknu fjármagni varið til leikskóla og mun það birtast með margvíslegum hætti. Leikskólar með hátt hlutfall erlendra barna fá viðbótarfjármagn, sömuleiðis leikskólar sem þurfa að samræma starfið á þremur starfsstöðvum með fjarlægð á milli. Starfsmannafundir verða tvöfalt fleiri og fjármagn aukið til starfsmanna í sértækri sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Í grunnskólum hækkar framlag til almennrar kennslu, faglegs starfs og næðisstundar. Þá verður svarað kalli kennara um aukinn stuðning og úrræði til að mæta börnum með fjölþættan vanda m.a. með ráðningu hegðunarráðgjafa og talmeinafræðinga í alla borgarhluta, átaki í að bæta tölvubúnað kennara og nemenda og efla kennsluráðgjöf til að skólar geti í ríkari mæli hagnýtt kosti upplýsingatækni í sínu starfi. Síðast en ekki síst verða námsgögn í grunnskólum gjaldfrjáls frá og með næsta skólaári. Í frístundastarfinu verður auknu fjármagni varið í félagsmiðstöðvastarf, styrki til verkefna ungmenna svo þeir geti hrint sínum hugmyndum í framkvæmd, námsleyfi starfsfólks frístundar og heilsársrekstur frístundaheimila. Þá verður áhersla lögð á að vinna að innleiðingu frístundastefnu borgarinnar sem samþykkt var í haust. Ástæða er til að vekja athygli á aukinni áherslu á listnám, verk- og tækninám sem birtist m.a. í fjölgun nemenda í skólahljómsveitum, dansverkefni í leikskólum og frístund, yngri barna kórum í frístund, Vísindasmiðjum í samvinnu við Háskóla Íslands og vinnu við mótun menningar- og útinámskráa Reykjavíkurborgar. Síðast en ekki síst verður þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs tvöfaldaður á næsta ári sem er skýr vísbending um að áhersla á öfluga skólaþróun verður ríkur og vaxandi þáttur í menntastefnu borgarinnar á komandi árum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar