Skömmin er samfélagsins, ekki einstaklinganna Fríða Rós Valdimarsdóttir skrifar 10. desember 2017 10:00 Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun