Skömmin er samfélagsins, ekki einstaklinganna Fríða Rós Valdimarsdóttir skrifar 10. desember 2017 10:00 Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Árið 2012 var ákveðið á Suðurnesjum að taka heimilisofbeldi á svæðinu föstum tökum þar sem augljóslega þjáðust margir vegna þeirra brota. Lögregla, félagsþjónusta, barnavernd, heilbrigðisstofnanir og aðrir tóku sig saman og fundu leið til að vinna málin saman náið saman með það að markmiði að uppræta heimilisofbeldi. Úr varð verkefnið „Að halda glugganum opnum“. Svo vel tókst til að tveimur árum síðar innleiddi Ríkislögreglustjóri reglur sem skylda lögreglu í landinu að vinna með heimilisofbeldismál í samræmi við það verklag sem þróað var á Suðurnesjum. Verklagið hefur ekki verið innleitt um allt land og ákvað Jafnréttisstofa að leggja af stað með verkefni sem gengur út á að styrkja kerfið um allt land til að takast á við heimilisofbeldismál – öll kerfin saman í sameiningu. Verkefnið heitir Byggjum brýr Brjótum múra og vísar í að milli kerfa þarf að mynda tengsl og fella niður gamlar hefðir þar sem hvert kerfi vinnur í sínu horni. Því það er svo sannarlega hægt. Jafnréttisstofa tekur hlutverki sínu í ofbeldismálum mjög alvarlega. Samkvæmt lögum á stofnunin að sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi tengda kynbundnu ofbeldi, vera ráðgefandi fyrir þau sem leita til hennar, vinna að forvörnum í kynbundnu ofbeldi og fylgjast með þróun mála meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum. Ef litið er til síðustu 10 ára þá má sjá augljósan ávinning vinnulagsins „Að halda glugganum opnum“. Á árunum áður en verklagið var sett á, sem sagt á árunum 2007 til 2014, voru tilkynningar um heimilisofbeldi að meðaltali 26 mál á mánuði á landinu öllu. Meðaltalið er svo komið upp í 69 mál frá 2015 og það sem af er ári 2017. Ekkert bendir til að heimilisofbeldi hafi aukist á þessu tímabili heldur er með aukinni samvinnu hægt að koma þolendum og gerendum til aðstoðar. Það er reynsla lögreglunnar að nánast allir vilja þeir að ofbeldið hætti. Á Íslandi í dag er mikil vakning um hverskonar kynbundið ofbeldi og hefur Jafnréttisstofa ekki farið varhluta af því. Þráðurinn í þeirri vakningu er að breyta samfélaginu til framtíðar með því að breyta menningu þar sem kynbundið ofbeldi er ekki lengur umborið. Byggjum brýr Brjótum múra vill koma þeim skilaboðum til almennings að allt heimilisofbeldi á að tilkynna. Að það þurfi ekki að ríkja skömm gagnvart ofbeldi. Heimilisofbeldi er samfélagslegt vandamál og við þurfum að taka á því sem slíku. Til þess að uppræta vandmálið verðum við að vinna saman því kynbundið ofbeldi á aldrei rétt á sér.Höfundur er sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar