Að kenna, kenna í brjósti um eða kenna um? Heimir Björnsson skrifar 8. desember 2017 12:34 Við sem kennum vitum hversu mikils virði það er að kenna. Að standa frammi fyrir hópi af nemendum og vita að verkefnið er að hjálpa þessum börnum meðal annars að mennta sig og þroskast. Á hvaða námstigi sem það er, er verkefnið alltaf það sama. Aðferðir og nálganir eru ólíkar, það segir sig sjálft. En af hverju gerum við þetta? Fyrir launin? Fyrir vinnutímann? Fyrir sveiganleika í starfi? Fyrir sumarfríin? Fyrir ríkið? Fyrir foreldrana? Nei, flest okkar, vonandi, gera þetta fyrir börnin og unglingana. Það bíður okkar ekki feitur launatjékki og vinnutíminn er ekkert svo sveigjanlegur lengur, sumarfríin eru alltaf að styttast og ríkinu er sennilega alveg sama á meðan það útskrifast nemendur, reikningurinn er ekki of hár fyrir allt heila klabbið og dagblöðin fjalla um eitthvað annað. Hvað þýðir þetta allt? Af hverju er launatjékkinn að þynnast? Vinnan komin í vinnumat og stimpilklukku? Sumarfríin að styttast? Og dagblöðin að fjalla um eitthvað annað? Ég held, og ég er eiginlega alveg viss um að það er ekki borin virðing fyrir störfum kennara lengur. Samfélagið gengur að kennurum vísum. Það á jafnt við um öll skólastig. Samt virðist þetta starf alltaf verða flóknara og flóknara. Ég held nefnilega að fólk haldi, viti ekki, eða geri sér ekki grein fyrir því hversu ofboðslega mikið er lagt í störf kennara. Börnin okkar, foreldra, eru í leikskóla í flestum tilvikum á milli 8-16 yfir daginn. Það eru átta klukkustundir á dag. Fimm sinnum í viku. Það eru 40 klukkustundir samtals sem við skiljum börnin okkar eftir í höndum þessa fólks. Þessa frábæra fólks sem hefur kennt börnunum mínum ótrúlega margt. Vegna þess að ég þarf að vinna. Meira segja tvær vinnur því annars náum við fjölskyldan ekki endum saman. Íslenskt samfélag nefnilega gefur ekki svigrúm til annars en að vinna og vinna mikið. Nema í örfáum tilvikum. Í leik- og grunnskólum eru börnin okkar með kennara sem oft fylgir þeim í nokkur ár. Þessi tiltekna manneskja á endanum þekkir börnin okkar ótrúlega vel. Sér aðra hlið á þeim og hjálpar þeim að læra og þroskast. Eitthvað sem við, foreldar, gætum ekki, nema að vera heimavinnandi. Sem íslenskt samfélag býður ekki uppá, í flestum tilvikum. Á öllum skólastigum eru börnin okkar að þroskast gríðarlega. Ég þekki persónulega vel að munurinn á 16 ára unglingi og tvítugum fullorðnum einstaklingi er í raun fáránlegur. Allt þetta gerist á fjórum árum. Eða þremur ef þau ná því. Er ekki einhver sem sagði að börnin væru okkar dýrmæstast eign? En erum við, kennarar, að upplifa það að við séum að sinna dýrmætustu eign samfélagsins á hverjum degi? Ekki segir launatjékkinn það. Stimpilklukkan er sett á til þess að tryggja að við séum örugglega í vinnunni. Sumarfríin styttast en námsefnið er það sama. Ófaglegum verkefnum fjölgar á kostnað faglegra og álagið eykst. En það eina sem dagblöðin fjalla um eru slæmar útkomur úr PISA og samræmdum prófum. Á meðan eru börn t.d. tekin útúr skólum í þrjár vikur um miðjan nóvember til Tenerife vegna þess að foreldrarnir fengu svo góðan díl. Svo eiga kennararnir bara að sópa upp þegar heim er komið. Er þetta að bera virðingu fyrir námi og kennurum? Í raun er verðmæta samfélagsins allt annað en við leyfum okkur að halda. Bankastjóri fær svo margfalt meira borgað en skólastjórar að það er ótrúlegt. Eru börnin þá minna virði en peningarnir? Er starf þess sem stýrir skóla minna virði en þess sem stýrir banka? Er ábyrgðin svona mikið meiri? Að höndla milljarða eða bera ábyrgð á menntun 500 barna? Hversu góða bankastjóra eigum við sem hafa ekki gengið menntaveginn á Íslandi? Það má ekki gleymast að menntun er verðmætasköpun. Ég held, og aftur, ég er viss um að við þurfum og getum breytt þessu. Af hverju? Af því að við verðum. Af því við erum miklu meira en samfélagið heldur að við séum. Þess vegna býð ég mig fram. Við verðum að endurheimta þessa virðingu. Að mikilvægi kennslu og náms verði greinilegt aftur. Ekki bara geymslustaður fyrir börn. Menntun er ekki fjöldaframleidd og verður aldrei. Það vitum við kennarar en af einhverju ástæðum stöndum við allt í einu við færibandið og furðum okkur á því hvernig við komumst þangað. Menntun er uppeldi og menntun er þroski. Ekki piparkökumót eða exelskjal. Við eigum ekki að þurfa að sanna neitt fyrir stjórnvöldum. Stjórnvöld vita alveg hversu mikilvægt starf kennara er. Þau þurfa að koma með okkur í þetta verkefni. Við þurfum líka að fara að tala um það jákvæða í starfinu okkar. Ég hugsa að fólk sé farið að tengja kennara að einhverju leyti við einhverskonar tuðstétt. Kannski að samfélagið upplifi að við viljum láta vorkenna okkur? Við þurfum að breyta þessu. Hvernig sem við lítum á þetta þá þurfum við að rífa okkur uppúr þessari neikvæðu ímynd. Ég segi ekki endilega að við eigum að setja upp auglýsingaherferð með Lilju Alfreðs að knúsa börn. Frekar að stjórnmálamenn leggðu alvöru áherslu á menntun ekki bara í orði og kosningaræðum. Menntamálaráðuneyti og kennarastéttin ætti ekki að vera sitthvor póllinn í menntamálum þ.e. efnahagslegur og kennslufræðilegur. Þá á að vera og verður og vera samstarf og K.Í. getur verið lykillinn að því samstarfi. Það er í raun þrennt sem þarf að koma til. Við sjálf þurfum að vera jákvæðari. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð í menntamálum og heimilin í landinu þurfa að standa með okkur. Við verðum líka að muna að við erum mikilvæg. Við erum ástæða þess að öll þessi börn hljóta menntun við hæfi. Við verðum að horfa á það góða líka. Verum dálítið stolt og meðvituð um það mikilvæga starf sem við vinnum. Ég get lofað því að hvert og eitt okkar hefur komið brosandi útúr fleiri kennslustundum en færri vegna þess að það er frábært að kenna. Það er umgjörðin sem þarf að breytast og við skulum breyta henni saman. Kennarasamband Íslands er risastórt félag og við getum gert svo miklu betur. Ég býð mig fram til varaformanns Kennarasamband Íslands einmitt til þess.Heimir BjörnssonHöfundur er í framboði til varaformanns K.Í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við sem kennum vitum hversu mikils virði það er að kenna. Að standa frammi fyrir hópi af nemendum og vita að verkefnið er að hjálpa þessum börnum meðal annars að mennta sig og þroskast. Á hvaða námstigi sem það er, er verkefnið alltaf það sama. Aðferðir og nálganir eru ólíkar, það segir sig sjálft. En af hverju gerum við þetta? Fyrir launin? Fyrir vinnutímann? Fyrir sveiganleika í starfi? Fyrir sumarfríin? Fyrir ríkið? Fyrir foreldrana? Nei, flest okkar, vonandi, gera þetta fyrir börnin og unglingana. Það bíður okkar ekki feitur launatjékki og vinnutíminn er ekkert svo sveigjanlegur lengur, sumarfríin eru alltaf að styttast og ríkinu er sennilega alveg sama á meðan það útskrifast nemendur, reikningurinn er ekki of hár fyrir allt heila klabbið og dagblöðin fjalla um eitthvað annað. Hvað þýðir þetta allt? Af hverju er launatjékkinn að þynnast? Vinnan komin í vinnumat og stimpilklukku? Sumarfríin að styttast? Og dagblöðin að fjalla um eitthvað annað? Ég held, og ég er eiginlega alveg viss um að það er ekki borin virðing fyrir störfum kennara lengur. Samfélagið gengur að kennurum vísum. Það á jafnt við um öll skólastig. Samt virðist þetta starf alltaf verða flóknara og flóknara. Ég held nefnilega að fólk haldi, viti ekki, eða geri sér ekki grein fyrir því hversu ofboðslega mikið er lagt í störf kennara. Börnin okkar, foreldra, eru í leikskóla í flestum tilvikum á milli 8-16 yfir daginn. Það eru átta klukkustundir á dag. Fimm sinnum í viku. Það eru 40 klukkustundir samtals sem við skiljum börnin okkar eftir í höndum þessa fólks. Þessa frábæra fólks sem hefur kennt börnunum mínum ótrúlega margt. Vegna þess að ég þarf að vinna. Meira segja tvær vinnur því annars náum við fjölskyldan ekki endum saman. Íslenskt samfélag nefnilega gefur ekki svigrúm til annars en að vinna og vinna mikið. Nema í örfáum tilvikum. Í leik- og grunnskólum eru börnin okkar með kennara sem oft fylgir þeim í nokkur ár. Þessi tiltekna manneskja á endanum þekkir börnin okkar ótrúlega vel. Sér aðra hlið á þeim og hjálpar þeim að læra og þroskast. Eitthvað sem við, foreldar, gætum ekki, nema að vera heimavinnandi. Sem íslenskt samfélag býður ekki uppá, í flestum tilvikum. Á öllum skólastigum eru börnin okkar að þroskast gríðarlega. Ég þekki persónulega vel að munurinn á 16 ára unglingi og tvítugum fullorðnum einstaklingi er í raun fáránlegur. Allt þetta gerist á fjórum árum. Eða þremur ef þau ná því. Er ekki einhver sem sagði að börnin væru okkar dýrmæstast eign? En erum við, kennarar, að upplifa það að við séum að sinna dýrmætustu eign samfélagsins á hverjum degi? Ekki segir launatjékkinn það. Stimpilklukkan er sett á til þess að tryggja að við séum örugglega í vinnunni. Sumarfríin styttast en námsefnið er það sama. Ófaglegum verkefnum fjölgar á kostnað faglegra og álagið eykst. En það eina sem dagblöðin fjalla um eru slæmar útkomur úr PISA og samræmdum prófum. Á meðan eru börn t.d. tekin útúr skólum í þrjár vikur um miðjan nóvember til Tenerife vegna þess að foreldrarnir fengu svo góðan díl. Svo eiga kennararnir bara að sópa upp þegar heim er komið. Er þetta að bera virðingu fyrir námi og kennurum? Í raun er verðmæta samfélagsins allt annað en við leyfum okkur að halda. Bankastjóri fær svo margfalt meira borgað en skólastjórar að það er ótrúlegt. Eru börnin þá minna virði en peningarnir? Er starf þess sem stýrir skóla minna virði en þess sem stýrir banka? Er ábyrgðin svona mikið meiri? Að höndla milljarða eða bera ábyrgð á menntun 500 barna? Hversu góða bankastjóra eigum við sem hafa ekki gengið menntaveginn á Íslandi? Það má ekki gleymast að menntun er verðmætasköpun. Ég held, og aftur, ég er viss um að við þurfum og getum breytt þessu. Af hverju? Af því að við verðum. Af því við erum miklu meira en samfélagið heldur að við séum. Þess vegna býð ég mig fram. Við verðum að endurheimta þessa virðingu. Að mikilvægi kennslu og náms verði greinilegt aftur. Ekki bara geymslustaður fyrir börn. Menntun er ekki fjöldaframleidd og verður aldrei. Það vitum við kennarar en af einhverju ástæðum stöndum við allt í einu við færibandið og furðum okkur á því hvernig við komumst þangað. Menntun er uppeldi og menntun er þroski. Ekki piparkökumót eða exelskjal. Við eigum ekki að þurfa að sanna neitt fyrir stjórnvöldum. Stjórnvöld vita alveg hversu mikilvægt starf kennara er. Þau þurfa að koma með okkur í þetta verkefni. Við þurfum líka að fara að tala um það jákvæða í starfinu okkar. Ég hugsa að fólk sé farið að tengja kennara að einhverju leyti við einhverskonar tuðstétt. Kannski að samfélagið upplifi að við viljum láta vorkenna okkur? Við þurfum að breyta þessu. Hvernig sem við lítum á þetta þá þurfum við að rífa okkur uppúr þessari neikvæðu ímynd. Ég segi ekki endilega að við eigum að setja upp auglýsingaherferð með Lilju Alfreðs að knúsa börn. Frekar að stjórnmálamenn leggðu alvöru áherslu á menntun ekki bara í orði og kosningaræðum. Menntamálaráðuneyti og kennarastéttin ætti ekki að vera sitthvor póllinn í menntamálum þ.e. efnahagslegur og kennslufræðilegur. Þá á að vera og verður og vera samstarf og K.Í. getur verið lykillinn að því samstarfi. Það er í raun þrennt sem þarf að koma til. Við sjálf þurfum að vera jákvæðari. Stjórnvöld þurfa að axla ábyrgð í menntamálum og heimilin í landinu þurfa að standa með okkur. Við verðum líka að muna að við erum mikilvæg. Við erum ástæða þess að öll þessi börn hljóta menntun við hæfi. Við verðum að horfa á það góða líka. Verum dálítið stolt og meðvituð um það mikilvæga starf sem við vinnum. Ég get lofað því að hvert og eitt okkar hefur komið brosandi útúr fleiri kennslustundum en færri vegna þess að það er frábært að kenna. Það er umgjörðin sem þarf að breytast og við skulum breyta henni saman. Kennarasamband Íslands er risastórt félag og við getum gert svo miklu betur. Ég býð mig fram til varaformanns Kennarasamband Íslands einmitt til þess.Heimir BjörnssonHöfundur er í framboði til varaformanns K.Í.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar