Framsókn í utanríkismálum Sigurður Þórðarson skrifar 22. nóvember 2017 10:52 Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Sú sorglega saga verður ekki rakin hér en full ástæða væri til að gera henni skil síðar. Í nýafstöðnum kosningum voru þrjú framboð þar af tvö ný þ.e. Miðflokkur og Flokkur fólksins, með svipaða málefnaafstöðu og Framsóknarflokkurinn í mjög mörgum málum má þar af handahófi nefna einföldun bankakerfis, afstaða til ESB, afnám verðtryggingar, spítali á nýjum og betri stað, kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja. Úrslit kosninganna voru tvímælalaust sigur fyrir þessi málefni. Varnarsigur Framsóknarflokksins er áhugaverður, heldur 8 þingmönnum og er nær örugglega á leið í ríkisstjórn annað hvort þá sem nú er verið að mynda eða aðra. Þessu ber að fagna m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn er líklega einarðastur í afstöðu gegn viðskiptabanninu á Rússland, sem skaðar íslenska hagsmuni. Vil ég nefna tvö skýr dæmi þess: Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem háð var að Vogum á Vatnsleysuströnd 20-21. nóvember 2015; bar Frosti Sigurjónsson fram ályktun um afnám viðskiptabannsins og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Einungis þáverandi utanríkisráðherra talaði gegn tillögunni og einungis tveir eða þrír einstaklingar sem gengnir eru úr flokknum sátu hjá. Á flokksþingi framsóknarmanna í Háskólabíó sem haldið var 1-2. október 2016. Var samþykkt tillaga utanríkismálanefndar þingsins um að einungis væri heimilt að taka þátt í viðskiptaþvingunum sem Sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til um. Þessi skynsamlega tillaga var samþykkt samhljóma með öllum greiddum atkvæðum á þinginu. Vonandi fáum við framsókn í utanríkismálin með hækkandi sól. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ljótur leikur þegar embættismenn í Brussel plötuðu ungan og óreyndan utanríkisráðherra Íslands til að taka þátt í viðskiptabanni á Rússland sem sögulega er eitt allra mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Sú sorglega saga verður ekki rakin hér en full ástæða væri til að gera henni skil síðar. Í nýafstöðnum kosningum voru þrjú framboð þar af tvö ný þ.e. Miðflokkur og Flokkur fólksins, með svipaða málefnaafstöðu og Framsóknarflokkurinn í mjög mörgum málum má þar af handahófi nefna einföldun bankakerfis, afstaða til ESB, afnám verðtryggingar, spítali á nýjum og betri stað, kjör eldri borgara og svo mætti lengi telja. Úrslit kosninganna voru tvímælalaust sigur fyrir þessi málefni. Varnarsigur Framsóknarflokksins er áhugaverður, heldur 8 þingmönnum og er nær örugglega á leið í ríkisstjórn annað hvort þá sem nú er verið að mynda eða aðra. Þessu ber að fagna m.a. vegna þess að Framsóknarflokkurinn er líklega einarðastur í afstöðu gegn viðskiptabanninu á Rússland, sem skaðar íslenska hagsmuni. Vil ég nefna tvö skýr dæmi þess: Á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem háð var að Vogum á Vatnsleysuströnd 20-21. nóvember 2015; bar Frosti Sigurjónsson fram ályktun um afnám viðskiptabannsins og var hún samþykkt með þorra atkvæða. Einungis þáverandi utanríkisráðherra talaði gegn tillögunni og einungis tveir eða þrír einstaklingar sem gengnir eru úr flokknum sátu hjá. Á flokksþingi framsóknarmanna í Háskólabíó sem haldið var 1-2. október 2016. Var samþykkt tillaga utanríkismálanefndar þingsins um að einungis væri heimilt að taka þátt í viðskiptaþvingunum sem Sameinuðu þjóðirnar hlutuðust til um. Þessi skynsamlega tillaga var samþykkt samhljóma með öllum greiddum atkvæðum á þinginu. Vonandi fáum við framsókn í utanríkismálin með hækkandi sól. Höfundur var stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni í þorskastríðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar