Íslensk stjórnvöld skrifuðu undir Samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 1992. Hluti þeirrar íslensku náttúru sem fellur undir ramma hans eru húsdýrakynin sem bárust hingað með landnámsmönnum fyrir meira en þúsund árum; geitin, kýrin, sauðféð, forystuféð og íslenski hesturinn.
Einstæðir og viðkvæmir stofnar
Það er alþjóðlega viðurkennt að íslensku húsdýrakynin sem hafa lifað hér í einangrun eru einstök og framlag þeirra til erfðafræðilegs fjölbreytileika í veröldinni er ómetanlegt. Þau hafa aldrei komist í tæri við bróðurpart þeirra sjúkdóma sem herja á dýr annars staðar og eru því mjög viðkvæm. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með hafa fundist hér. Um 75% þessara sjúkdóma er hins vegar að finna á meginlandi Evrópu.
Árið 2016 brutust fyrrnefndir sjúkdómar 5.595 sinnum út í Evrópu (e. outbreaks). Eitt tilfelli greindist á Íslandi það ár. Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti en innflutningur á hráu kjöti er einn af þeim þáttum sem auka áhættuna. Við Íslendingar höfum brugðist við með innflutningsbanni og erum þar í hópi eyríkja eins og t.d. Nýja-Sjálands sem taka mjög hart á áhættuþáttum vegna dýrasjúkdóma. Bæði ríki hafa gert sér grein fyrir því að nýir sjúkdómar geta haft mjög alvarleg áhrif á einangraða og viðkvæma dýrastofna.
Verðmæti komandi kynslóða
Kæruleysi getur haft óafturkræf áhrif á náttúru, samfélög og efnahag. Hættan er raunveruleg en síðustu hundrað ár hafa um eitt þúsund húsdýrastofnar dáið út samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Sumir vegna sjúkdóma sem bárust með innflutningi á dýrum eða dýraafurðum. Hverfi dýrategundir verður það ekki tekið til baka. Íslensk náttúra, menningarlandslag og líffræðilegur fjölbreytileiki eru raunveruleg verðmæti sem ekki ætti að spila með. Skammsýni má ekki koma í veg fyrir að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða.
Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.

Óafturkræf náttúruspjöll
Skoðun

Lestrarkeppni grunnskólanna 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar

Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna?
Halldór Kristinsson skrifar

Af hverju sér ríkið ekki um X?
Kristófer Alex Guðmundsson skrifar

Banki fyrir fólk en ekki fjármagn
Drífa Snædal skrifar

Hvers vegna hefur einhver það vald?
Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar

Hvers vegna ættu 99 prósentin að deila völdum með eina prósentinu?
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf
Tómas Njáll Möller skrifar

Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020
Skimunarráð skrifar

Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara?
Líf Magneudóttir skrifar

Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf
Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar

Er ég kem heim í Búðardal
Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Að lifa með geðsjúkdóma
Eymundur L. Eymundsson skrifar

Vandinn er ekki bara hægrið heldur hækjur þess
Gunnar Smári Egilsson skrifar