
Ástarsögur
Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið.
Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða.
Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu.
„Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa.
Höfundur er prestur.
Skoðun

Hvalveiðiþversögnin
Micah Garen skrifar

Viltu elska mig?
Anna Gunndís Guðmundsdóttir,Húgó skrifar

Verum vel læs á fjármálaumhverfið
Sólveig Hjaltadóttir,Þórey S. Þórðardóttir skrifar

Nætursilfrið
Ingólfur Sverrisson skrifar

Nám snýst um breytingar
Arnar Óskarsson skrifar

Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn?
Mjöll Matthíasdóttir skrifar

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!
Arna Magnea Danks skrifar

Kverkatak
Gylfi Þór Gíslason skrifar

Jákvæðu áhrifin af komu flóttamanna
Ingólfur Shahin skrifar

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Krónan, eða innganga í ESB og evran?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Um túlkun Mannréttindastjóra Reykjavíkur á kynrænu sjálfræði
Eva Hauksdóttir skrifar

Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar
Willum Þór Þórsson skrifar

Er mannekla lögmál?
Árný Ingvarsdóttir skrifar

Klingjandi málmur og hvellandi bjalla
Árný Björg Blandon skrifar

Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar?
Guðmundur Björnsson skrifar

Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann
Jón Þór Ólafsson skrifar

Hinn grimmi húsbóndi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Þá er það #kennaravikan
Magnús Þór Jónsson skrifar

Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur
Pétur J. Eiríksson skrifar

Samkeppni – fyrir lýðræðið
Oddný Harðardóttir skrifar

Jóni Steinari svarað
Sævar Þór Jónsson skrifar

Ofbeldi á vinnustöðum
Jón Snorrason skrifar

Kísildalir norðursins
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Litla kraftaverkadeildin
Guðrún Pétursdóttir skrifar

Hvaða snillingur fann þetta upp?
Jón Daníelsson skrifar

Það er ekki hægt að stela hugmyndum
Klara Nótt Egilson skrifar

Á eldra fólk að hafa það skítt?
Helgi Pétursson skrifar