Handbolti

Seinni bylgjan: Gaman að vera Selfyssingur í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson hefur slegið í gegn í Olís-deildinni í vetur og hann skaut Víkinga í kaf í síðasta leik.

Drengurinn skoraði mörk í öllum rengbogans litum. Sleggjur að utan, snúningar í horni og svo nánast frá miðju. Það var ekkert sem Teitur gat ekki í þessum leik og það er stemning á Selfossi.

„Það er gaman að vera Selfyssingur í dag og þeir eru farnir að tala um gullaldarárin á ný og vitna í Sigga Sveins. Ég held að það sé ógeðslega gaman á Selfossi,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

Sjá má umræðuna og tilþrif Teits hér að ofan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt

Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. "Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×