Eiturpillur Ingólfs Guðbjörn Jónsson skrifar 28. nóvember 2017 18:39 Í afar ómálefnalegri og ósmekklegri grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2017, birtir Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri, hugleiðingar sínar um fiskeldi í Arnarfirði. Í upphafi greinar sinnar spyr Ingólfur: „Hvað eiga íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt?“ Hann segist ekkert finna sameiginlegt með þessum stofnum annað en að þeir teljist báðir vera: „hluti af dýraríkinu.“ Líklega verður maður að vona að flugstjórinn meti af meiri vandvirkni aðstæður í flugi sínu en þarna kemur fram. Það er umtalsvert fleira sem er sammerkt með þessum tveimur tilgreindu lífverum, laxinum og sauðkindinni. Báðar eru þessar tegundir aldar hér á landi til manneldis og kynbættar til aukinna afurða og arðsemi. Ingólfur ber saman búskaparhætti þessara stofna og segir: „Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu.“ Sumarbeit sauðfjár er oftast u. þ. b. 4 mánuðir eða 1/3 hluti ársins. Hina tvo hlutana er kindin í afmörkuðu rými, líkt og laxinn. Sauðkindin er alin u.þ.b. 2/3 hluta af árinu í lokuðum niðurhólfuðum húsum. Þar er sett í hvert hólf eins margar kindur og menn telja hægt án þess að skaði hljótist af fyrir kindurnar. Álíka frelsishindrun er viðhöfð í laxeldinu. Erfiðar gæti þó gengið að smala laxi saman á haustin, líkt og sauðfénu. Þess vegna er ekki farið að sleppa honum enn lausum yfir sumarið, hvað sem síðar verður. Sauðkindin er innflutt en hefur verið ræktuð hér um aldir og talin Íslensk. Eldislaxinn er enn á þróunarskeiði hvað varðar ræktun hér á landi, einungis verið hér í 30 ár eða 10 eldiskynslóðir. Báðir stofnar eru verulega mikilvægir fyrir þokkaleg lífskjör fólks hér á landi. Annar gefur þjóðarbúinu umtalsvert meiri gjaldeyristekjur. Hinn sparar mikinn gjaldeyri. Ekki er í þessu tilviki metið hvort annar er mikilvægari hinum en báðir teljast afar mikilvægir. Um fóðrun eldislaxins segir Ingólfur: „Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri,“ - Rétt er það Ingólfur en það sama á við um kjúklinga og svín. Einnig um ýmsar tegundir fóðurvara fyrir sauðfé og nautgripi. Velta má fyrir sér hvort greinarhöfundur hafi ekki áttað sig á þessu eða telji almennt fóðrun með tilbúnum fóðurvörum óæskilega? Sé svo, má benda á að við höfum í mörg ár lagt okkur til munns ýmiskonar vaxtahormóna í kjúklingaræktinni, ásamt úrvali lita- og rotvarnarefna. Líklega er um fleiri aukaefni að ræða í þeim kjötvörum sem við kaupum. Um laxastofninn hjá Arnarlax segir Ingólfur að um sé að ræða: „erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.“ Nokkuð rasistaleg ummæli um hinn norskættaða lax sem fluttur var hingað sem hrogn 1986 og hefur verið ræktaður hér síðan af íslensku fyrirtæki í 30 ár, eða 10 eldiskynslóðir laxfiska. Einhverjir hafa nú fengið viðurkennda heimilisfesti hér á skemmri tíma. En hvað af dýrastofnum okkar er íslenskt? Við fluttum inn Mink og Ref sem friðspilla í náttúru landsins. Hesturinn, svín og nautgripir eru innflutt og í stöðugri kynbótaræktun. Stofn kjúklingaræktunar kemur á fárra ára fresti frá Svíþjóð en stofn varphæna kemur árlega frá Noregi. Íslensku eggin sem við borðum eru því í raun norskt aðskotadýr, að mati Ingólfs. Og við höfum einnig fluttum inn fjölda tegunda af hundum og ýmiskonar gæludýra. Hingað hefur líka flutt talverður fjöldi fólks af erlendum uppruna, auk umtalsverðs fjölda ættleiddra erlendra barna, sem hefur leitt af sér kynblöndun íslenska stofnsins. Ekki er ætlun hér að gagnrýna það sem flestum finnist hafa auðga mannlíf og víkkað sjóndeildarhring fólks á Íslandi. Enga hef ég áður heyrt tala um framangreind dýr eða fólk sem „erlent aðskotadýr“, eins og Ingólfur flugstjóri viðhefur í grein sinni. Áhyggjur Ingólfs um „myndun fjalls af úrgangi“ undir botni sjókvíanna virðast byggðar á vanþekkingu. Þekkt er af kynningu Arnarlax um starfsemi sína að kvíarnar verði færðar til milli svæða og hvert svæði hvílt um tíma áður en kvíar verði settar þar aftur. Arnarfjörður hefur afar góða kosti varðandi fiskeldi. Fjörðurinn er tiltölulega djúpur og straumþungi í firðinum er þó nokkur. Komið hefur fram að helstu áhættuþættir svo sem seltumagn, hitastig, súrefni og straumar, var tryggilega mælt um nokkuð langan tíma áður en starfsemi hófst. Til viðbótar þessu má líta til þess að í áratugi á síðustu öld var mikil fiskigengd í Arnarfirði. Einnig veiddist þar rækja í miklu magni. Ekki er ólíklegt að magn fiskigengdar í Arnarfirði á þeim tíma hafi skipt þúsundum tonna á ársgrundvelli, án þess að fjörðurinn hafi nokkuð grynnkað eða fjöll af úrgangi myndast á þeim svæðum sem fiskur hélt sig mest til langs tíma. Ingólfur vísar til mengunar í Patreksfirði og kennir Arnarlaxi um. Hann segir að: „skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eitt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman.“ Ingólfur vísar þarna til skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða (NV) um botndýrsamfélög svæðisins áður en fiskeldið byrjaði. Í skýrslunni segir að engar mælingar hafi verið til frá þeim tíma. Fyrst hann vísar til skýrslu NV, veit hann líklega að Arnarlax er að byrja með eldið í Patreksfirði. Hann á að vita að Fjarðalax, rak eldisstöðina í Patreksfirði en sameinaðist Arnarlaxi 2016. Af skýrslunni má ráða að Fjarðalax hafi verið að ljúka eldisferli. Líklegt hafi umrædd rannsókn verið gerð að beiðni Arnarlax, til að fá faglega úttekt á eldissvæðinu þegar þeir tækju við af Fjarðalaxi. Í skýrslunni kemur fram að Arnarlax ætli að sækja um sérstaka gæðavottun eldissvæðisins í Patreksfirði áður en aftur verði settur fiskur í kvíarnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að líkur bendi til að kvíasvæðið hafi ekki fengið næga hvíld, áður en síðasti eldisáfangi hófst hjá Fjarðalaxi. Flestir athugunarpóstar reyndust í lagi en tveir stóðust ekki áætlaðar vottunarkröfur Arnarlax. Í skýrslunni má líka sjá að eldiskvíarnar við Hlaðseyri í Patreksfirði væru ekki vel staðsettar miðað við hvernig straumar liggi í firðinum. Um kvíarnar frá Fjarðalaxi, liggur straumur inn fjörðinn, í gegnum kvíasvæðið, sem beri úrgangsefni inn fjörðinn. Skilja má orðalag í skýrslu þannig að færa verði kvíarnar lengra út í fjörðinn til að útstraumurinn hreinsi úrganginn út fjörðinn. Ekki verður annað af umræddri skýrslu ráðið en að NV beri fullt traust til Arnarlax og stjórnenda þess til að framkvæma þær breytingar sem þeir telja þörf á svo eðlilegt heilbrigði verði á svæðinu. Hvaðan Ingólfi kemur metnaður til þeirra ósanninda sem hann setur fram í grein sinni hefur undirritaður engan áhuga á að vita. Það er dapurlegt þegar menn sem telja sig berjast fyrir heilbrigðri náttúru, hafi ekki traustari vopn til baráttu sinnar en hættuleg ósannindi, sem hæglega gætu eyðilagt undirstöðu atvinnuveg í rótgrónu byggðarlagi. Ef Ingólfur og hans samherjar í The Icelandic Wild-Life Fund, eru ósáttir við stefnu stjórnvalda um fiskeldi, væri heiðarlegra að etja rökfræðikapp við þingmenn Alþingis í stað þess að vega með ósannindum og dylgjum að fyrirtæki sem á allan mælanlegan máta virðist standa vel og eðlilega að allri sinni starfssemi.Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Eiturefnahernaður í Arnarfirði Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. 21. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í afar ómálefnalegri og ósmekklegri grein í Fréttablaðinu 21. nóvember 2017, birtir Ingólfur Ásgeirsson flugstjóri, hugleiðingar sínar um fiskeldi í Arnarfirði. Í upphafi greinar sinnar spyr Ingólfur: „Hvað eiga íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt?“ Hann segist ekkert finna sameiginlegt með þessum stofnum annað en að þeir teljist báðir vera: „hluti af dýraríkinu.“ Líklega verður maður að vona að flugstjórinn meti af meiri vandvirkni aðstæður í flugi sínu en þarna kemur fram. Það er umtalsvert fleira sem er sammerkt með þessum tveimur tilgreindu lífverum, laxinum og sauðkindinni. Báðar eru þessar tegundir aldar hér á landi til manneldis og kynbættar til aukinna afurða og arðsemi. Ingólfur ber saman búskaparhætti þessara stofna og segir: „Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu.“ Sumarbeit sauðfjár er oftast u. þ. b. 4 mánuðir eða 1/3 hluti ársins. Hina tvo hlutana er kindin í afmörkuðu rými, líkt og laxinn. Sauðkindin er alin u.þ.b. 2/3 hluta af árinu í lokuðum niðurhólfuðum húsum. Þar er sett í hvert hólf eins margar kindur og menn telja hægt án þess að skaði hljótist af fyrir kindurnar. Álíka frelsishindrun er viðhöfð í laxeldinu. Erfiðar gæti þó gengið að smala laxi saman á haustin, líkt og sauðfénu. Þess vegna er ekki farið að sleppa honum enn lausum yfir sumarið, hvað sem síðar verður. Sauðkindin er innflutt en hefur verið ræktuð hér um aldir og talin Íslensk. Eldislaxinn er enn á þróunarskeiði hvað varðar ræktun hér á landi, einungis verið hér í 30 ár eða 10 eldiskynslóðir. Báðir stofnar eru verulega mikilvægir fyrir þokkaleg lífskjör fólks hér á landi. Annar gefur þjóðarbúinu umtalsvert meiri gjaldeyristekjur. Hinn sparar mikinn gjaldeyri. Ekki er í þessu tilviki metið hvort annar er mikilvægari hinum en báðir teljast afar mikilvægir. Um fóðrun eldislaxins segir Ingólfur: „Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri,“ - Rétt er það Ingólfur en það sama á við um kjúklinga og svín. Einnig um ýmsar tegundir fóðurvara fyrir sauðfé og nautgripi. Velta má fyrir sér hvort greinarhöfundur hafi ekki áttað sig á þessu eða telji almennt fóðrun með tilbúnum fóðurvörum óæskilega? Sé svo, má benda á að við höfum í mörg ár lagt okkur til munns ýmiskonar vaxtahormóna í kjúklingaræktinni, ásamt úrvali lita- og rotvarnarefna. Líklega er um fleiri aukaefni að ræða í þeim kjötvörum sem við kaupum. Um laxastofninn hjá Arnarlax segir Ingólfur að um sé að ræða: „erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru.“ Nokkuð rasistaleg ummæli um hinn norskættaða lax sem fluttur var hingað sem hrogn 1986 og hefur verið ræktaður hér síðan af íslensku fyrirtæki í 30 ár, eða 10 eldiskynslóðir laxfiska. Einhverjir hafa nú fengið viðurkennda heimilisfesti hér á skemmri tíma. En hvað af dýrastofnum okkar er íslenskt? Við fluttum inn Mink og Ref sem friðspilla í náttúru landsins. Hesturinn, svín og nautgripir eru innflutt og í stöðugri kynbótaræktun. Stofn kjúklingaræktunar kemur á fárra ára fresti frá Svíþjóð en stofn varphæna kemur árlega frá Noregi. Íslensku eggin sem við borðum eru því í raun norskt aðskotadýr, að mati Ingólfs. Og við höfum einnig fluttum inn fjölda tegunda af hundum og ýmiskonar gæludýra. Hingað hefur líka flutt talverður fjöldi fólks af erlendum uppruna, auk umtalsverðs fjölda ættleiddra erlendra barna, sem hefur leitt af sér kynblöndun íslenska stofnsins. Ekki er ætlun hér að gagnrýna það sem flestum finnist hafa auðga mannlíf og víkkað sjóndeildarhring fólks á Íslandi. Enga hef ég áður heyrt tala um framangreind dýr eða fólk sem „erlent aðskotadýr“, eins og Ingólfur flugstjóri viðhefur í grein sinni. Áhyggjur Ingólfs um „myndun fjalls af úrgangi“ undir botni sjókvíanna virðast byggðar á vanþekkingu. Þekkt er af kynningu Arnarlax um starfsemi sína að kvíarnar verði færðar til milli svæða og hvert svæði hvílt um tíma áður en kvíar verði settar þar aftur. Arnarfjörður hefur afar góða kosti varðandi fiskeldi. Fjörðurinn er tiltölulega djúpur og straumþungi í firðinum er þó nokkur. Komið hefur fram að helstu áhættuþættir svo sem seltumagn, hitastig, súrefni og straumar, var tryggilega mælt um nokkuð langan tíma áður en starfsemi hófst. Til viðbótar þessu má líta til þess að í áratugi á síðustu öld var mikil fiskigengd í Arnarfirði. Einnig veiddist þar rækja í miklu magni. Ekki er ólíklegt að magn fiskigengdar í Arnarfirði á þeim tíma hafi skipt þúsundum tonna á ársgrundvelli, án þess að fjörðurinn hafi nokkuð grynnkað eða fjöll af úrgangi myndast á þeim svæðum sem fiskur hélt sig mest til langs tíma. Ingólfur vísar til mengunar í Patreksfirði og kennir Arnarlaxi um. Hann segir að: „skólpið frá laxeldiskvíunum hefur ekki aðeins hlaðist upp og eitt lífi botndýra heldur rekur líka inn fjörðinn og safnast þar saman.“ Ingólfur vísar þarna til skýrslu Náttúrustofu Vestfjarða (NV) um botndýrsamfélög svæðisins áður en fiskeldið byrjaði. Í skýrslunni segir að engar mælingar hafi verið til frá þeim tíma. Fyrst hann vísar til skýrslu NV, veit hann líklega að Arnarlax er að byrja með eldið í Patreksfirði. Hann á að vita að Fjarðalax, rak eldisstöðina í Patreksfirði en sameinaðist Arnarlaxi 2016. Af skýrslunni má ráða að Fjarðalax hafi verið að ljúka eldisferli. Líklegt hafi umrædd rannsókn verið gerð að beiðni Arnarlax, til að fá faglega úttekt á eldissvæðinu þegar þeir tækju við af Fjarðalaxi. Í skýrslunni kemur fram að Arnarlax ætli að sækja um sérstaka gæðavottun eldissvæðisins í Patreksfirði áður en aftur verði settur fiskur í kvíarnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að líkur bendi til að kvíasvæðið hafi ekki fengið næga hvíld, áður en síðasti eldisáfangi hófst hjá Fjarðalaxi. Flestir athugunarpóstar reyndust í lagi en tveir stóðust ekki áætlaðar vottunarkröfur Arnarlax. Í skýrslunni má líka sjá að eldiskvíarnar við Hlaðseyri í Patreksfirði væru ekki vel staðsettar miðað við hvernig straumar liggi í firðinum. Um kvíarnar frá Fjarðalaxi, liggur straumur inn fjörðinn, í gegnum kvíasvæðið, sem beri úrgangsefni inn fjörðinn. Skilja má orðalag í skýrslu þannig að færa verði kvíarnar lengra út í fjörðinn til að útstraumurinn hreinsi úrganginn út fjörðinn. Ekki verður annað af umræddri skýrslu ráðið en að NV beri fullt traust til Arnarlax og stjórnenda þess til að framkvæma þær breytingar sem þeir telja þörf á svo eðlilegt heilbrigði verði á svæðinu. Hvaðan Ingólfi kemur metnaður til þeirra ósanninda sem hann setur fram í grein sinni hefur undirritaður engan áhuga á að vita. Það er dapurlegt þegar menn sem telja sig berjast fyrir heilbrigðri náttúru, hafi ekki traustari vopn til baráttu sinnar en hættuleg ósannindi, sem hæglega gætu eyðilagt undirstöðu atvinnuveg í rótgrónu byggðarlagi. Ef Ingólfur og hans samherjar í The Icelandic Wild-Life Fund, eru ósáttir við stefnu stjórnvalda um fiskeldi, væri heiðarlegra að etja rökfræðikapp við þingmenn Alþingis í stað þess að vega með ósannindum og dylgjum að fyrirtæki sem á allan mælanlegan máta virðist standa vel og eðlilega að allri sinni starfssemi.Höfundur er fyrrverandi ráðgjafi.
Eiturefnahernaður í Arnarfirði Hvað á íslenska sauðkindin og eldislax sameiginlegt? Nánast ekkert annað en að vera hluti af dýraríkinu. Sauðkindin fer frjáls ferða sinna um heiðar stóran hluta ársins og borðar náttúrulega fæðu. Eldislaxinn er hins vegar alinn á verksmiðjuframleiddu fóðri, eyðir öllum líftíma sínum í þröngum kvíum og er þar að auki erfðabreytt innflutt norskt aðskotadýr í íslenskri náttúru. 21. nóvember 2017 07:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar