Að vera geðveikur í námi Valgerður Hirst Baldurs skrifar 1. desember 2017 09:00 Ekkert okkar upplifir geðsjúkdóma eins. Ekkert okkar tekst á við þá eins. Það er engin „ein rétt leið“ til þess að vera með geðsjúkdóm. Það sést ekki endilega utan á fólki og sumir hreinlega vita ekki af því. Ég hef glímt við kvíða allt mitt líf, vissi samt ekki af því fyrr en í 8. bekk. Ég hef fengið viðeigandi aðstoð en eitthvað sem ég hef lært er að geðsjúkdómar hverfa ekki alltaf alveg. Maður lærir bara að lifa með þeim og takast á við þá. Í ákveðnum aðstæðum magnast geðsjúkdómarnir okkar upp og það getur verið erfiðara að takast á við þá. Ég get aðeins talað fyrir mína hönd, þar sem ég veit ekki hvernig annað fólk upplifir eða tekst á við sína geðsjúkdóma. Hjá mér fer mikil orka í það eitt að róa kvíðann og halda mér gangandi í gegnum þunglyndið. Þá hef ég lært að maður þarf að velja og hafna, eitthvað sem hefur reynst mér erfitt. Á þessari önn hefur andlega heilsan mín því vikið fyrir stórum verkefnum og mikilli ábyrgð í námi og nefndarstörfum. Ég taldi mér trú um að ég gæti alveg ráðið við þetta, þar sem ég væri nú ekki á sama stað og ég var fyrir 5 árum. Þannig ég setti of mikla ábyrgð á herðar mér og það braut mig að lokum. Eitthvað sem hófst sem eðlileg viðbrögð við álagi safnaðist upp og leiddi út í athyglisbrest, frestunaráráttu, þunglyndi, orkuleysi, slæm kvíðaköst og sjálfskaða, eitthvað sem hamlar mér í námi og starfi. Eitthvað sem varð til þess að ég leitaði upp á bráðamóttöku geðdeilar. Þegar maður er að glíma við andlega sjúkdóma í umhverfi sem fylgir mikið álag, eins og í skóla, þá skiptir öllu máli að setja heilsuna í forgang, annars gengur ekkert annað upp. Þú myndir ekki reyna að hlaupa 10km á brotnum fæti og sömuleiðis áttu ekki að reyna að keyra þig áfram í umhverfi sem veldur þér andlegri vanlíðan. Það er allt í lagi að klára ekki nám á tilsettum tíma. Nám á að vera eitthvað sem gagnast þér fyrst og fremst, sem á að efla þig og veita þér ánægju. Ef að nám er að buga þig þá er allt í lagi að stíga til hliðar og klára hlutina í 70% í stað 120%. Ef þú þarft frest vegna óeðlilegrar streitu eða kvíða þá skaltu muna að allir okkar kennarar og prófessorar eru mannleg og þau hafa ef til vill einnig gengið í gegnum svipaða hluti. Mundu að þetta er þitt nám og á að vera á þínum forsendum. Það að taka hlutina á sínum eigin hraða er ekki leti og það að geta ekki ráðið við geðsjúkdóminn sinn jafn vel og maður vill er ekki dæmi um veikleika. Of mikil streita getur gert hlutina mikið verri en þeir eru nú þegar. Jólaprófin eru á næsta leyti og því skiptir máli að reyna að halda haus. Passið uppá að gera hlutina á ykkar hraða og á ykkar forsendum. Takið eins mikið af pásum og þið þurfið, farið snemma að sofa og ekki gleyma að borða. Hlúið svo vel að ykkur eftir prófin og komið margfalt betur efld til baka.Sértæk þjónust náms- og starfsráðgjafar.Einnig er hægt að fá tíma í sálfræðiráðgjöf háskólanema: Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert okkar upplifir geðsjúkdóma eins. Ekkert okkar tekst á við þá eins. Það er engin „ein rétt leið“ til þess að vera með geðsjúkdóm. Það sést ekki endilega utan á fólki og sumir hreinlega vita ekki af því. Ég hef glímt við kvíða allt mitt líf, vissi samt ekki af því fyrr en í 8. bekk. Ég hef fengið viðeigandi aðstoð en eitthvað sem ég hef lært er að geðsjúkdómar hverfa ekki alltaf alveg. Maður lærir bara að lifa með þeim og takast á við þá. Í ákveðnum aðstæðum magnast geðsjúkdómarnir okkar upp og það getur verið erfiðara að takast á við þá. Ég get aðeins talað fyrir mína hönd, þar sem ég veit ekki hvernig annað fólk upplifir eða tekst á við sína geðsjúkdóma. Hjá mér fer mikil orka í það eitt að róa kvíðann og halda mér gangandi í gegnum þunglyndið. Þá hef ég lært að maður þarf að velja og hafna, eitthvað sem hefur reynst mér erfitt. Á þessari önn hefur andlega heilsan mín því vikið fyrir stórum verkefnum og mikilli ábyrgð í námi og nefndarstörfum. Ég taldi mér trú um að ég gæti alveg ráðið við þetta, þar sem ég væri nú ekki á sama stað og ég var fyrir 5 árum. Þannig ég setti of mikla ábyrgð á herðar mér og það braut mig að lokum. Eitthvað sem hófst sem eðlileg viðbrögð við álagi safnaðist upp og leiddi út í athyglisbrest, frestunaráráttu, þunglyndi, orkuleysi, slæm kvíðaköst og sjálfskaða, eitthvað sem hamlar mér í námi og starfi. Eitthvað sem varð til þess að ég leitaði upp á bráðamóttöku geðdeilar. Þegar maður er að glíma við andlega sjúkdóma í umhverfi sem fylgir mikið álag, eins og í skóla, þá skiptir öllu máli að setja heilsuna í forgang, annars gengur ekkert annað upp. Þú myndir ekki reyna að hlaupa 10km á brotnum fæti og sömuleiðis áttu ekki að reyna að keyra þig áfram í umhverfi sem veldur þér andlegri vanlíðan. Það er allt í lagi að klára ekki nám á tilsettum tíma. Nám á að vera eitthvað sem gagnast þér fyrst og fremst, sem á að efla þig og veita þér ánægju. Ef að nám er að buga þig þá er allt í lagi að stíga til hliðar og klára hlutina í 70% í stað 120%. Ef þú þarft frest vegna óeðlilegrar streitu eða kvíða þá skaltu muna að allir okkar kennarar og prófessorar eru mannleg og þau hafa ef til vill einnig gengið í gegnum svipaða hluti. Mundu að þetta er þitt nám og á að vera á þínum forsendum. Það að taka hlutina á sínum eigin hraða er ekki leti og það að geta ekki ráðið við geðsjúkdóminn sinn jafn vel og maður vill er ekki dæmi um veikleika. Of mikil streita getur gert hlutina mikið verri en þeir eru nú þegar. Jólaprófin eru á næsta leyti og því skiptir máli að reyna að halda haus. Passið uppá að gera hlutina á ykkar hraða og á ykkar forsendum. Takið eins mikið af pásum og þið þurfið, farið snemma að sofa og ekki gleyma að borða. Hlúið svo vel að ykkur eftir prófin og komið margfalt betur efld til baka.Sértæk þjónust náms- og starfsráðgjafar.Einnig er hægt að fá tíma í sálfræðiráðgjöf háskólanema: Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun