ADHD og háskólanám Theodora Listalín Þrastardóttir skrifar 4. desember 2017 07:00 Nokkrum dögum fyrir 21 árs afmælið mitt var ég greind með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun þar sem helstu einkenni eru hvatvísi, örlyndi og athyglisbrestur, undir hverju og einu eru svo fleiri einkenni tilgreind en þessi einkennin birtast í mismiklu mæli hjá hverjum einstaklingi. Allir upplifa þó einhvern tíman í lífinu þessi einkenni en þeir sem fá greingingu upplifa þau sterkari en meðal maðurinn og þannig að þau hafi áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Ég upplifði sjálf mikið áfall þegar ég var greind og byrjaði í lyfjameðferð. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að ég sé með athyglisbrest þar sem mér finnst ég ekki passa inní þá staðalmynd sem ég hafði af fólki með athyglisbrest. Nú hefur þó mikið vatn hefur runnið til sjávar og ég hef lært að athyglisbrestur er ekki einkenni sem ræður úrslitum um hver maður er og hvað maður getur afrekað. Gott skipulag og jákvætt hugarfar kemur manni langt. Ég var hálfnuð með háskólanámið mitt þegar ég greindist og hafði þjálfað með mér góða skipulagshæfni í gegnum tíðina sem hjálpar mikið en auðvitað koma tímar þar sem það er aðeins erfiðara að halda dampi, til dæmis einsog núna þegar ég er að skrifa þessa grein ætti en ég frekar að vera að læra undir próf sem er eftir tvo daga. Ég er mjög lánssöm að fá að læra eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, námið mitt er krefjandien gefandi. Ég fæ sértæka þjónustu hjá Háskólanum í lokaprófunum, þar sem ég tek lokaprófin í stofu þar sem færri nemendur eru og ég hef lengri próftíma. Ég sagði fáum sem engum vinum mínum frá því, því mér leið einsog ég væri að svindla og fá forskot á þau. Þessi hjálpartæki hjálpuðu mér að ná á sama stað og aðrir sem voru ekki að burðast með röskunina. Fyrir mér er það einmitt það sem jafnrétti snýst um: að gefa fólki stuðning sem þarf á því að halda þannig að allir geti fengið sömu tæknifæri sem eru í boði. Ef grunur liggur á mögulegri greingu er heill hellingur af fróðleik inná https://www.adhd.isLesa má meira um sértæka þjónustu hjá náms-og starfsráðgjöf hjá HÍ Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir 21 árs afmælið mitt var ég greind með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun þar sem helstu einkenni eru hvatvísi, örlyndi og athyglisbrestur, undir hverju og einu eru svo fleiri einkenni tilgreind en þessi einkennin birtast í mismiklu mæli hjá hverjum einstaklingi. Allir upplifa þó einhvern tíman í lífinu þessi einkenni en þeir sem fá greingingu upplifa þau sterkari en meðal maðurinn og þannig að þau hafi áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Ég upplifði sjálf mikið áfall þegar ég var greind og byrjaði í lyfjameðferð. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að ég sé með athyglisbrest þar sem mér finnst ég ekki passa inní þá staðalmynd sem ég hafði af fólki með athyglisbrest. Nú hefur þó mikið vatn hefur runnið til sjávar og ég hef lært að athyglisbrestur er ekki einkenni sem ræður úrslitum um hver maður er og hvað maður getur afrekað. Gott skipulag og jákvætt hugarfar kemur manni langt. Ég var hálfnuð með háskólanámið mitt þegar ég greindist og hafði þjálfað með mér góða skipulagshæfni í gegnum tíðina sem hjálpar mikið en auðvitað koma tímar þar sem það er aðeins erfiðara að halda dampi, til dæmis einsog núna þegar ég er að skrifa þessa grein ætti en ég frekar að vera að læra undir próf sem er eftir tvo daga. Ég er mjög lánssöm að fá að læra eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, námið mitt er krefjandien gefandi. Ég fæ sértæka þjónustu hjá Háskólanum í lokaprófunum, þar sem ég tek lokaprófin í stofu þar sem færri nemendur eru og ég hef lengri próftíma. Ég sagði fáum sem engum vinum mínum frá því, því mér leið einsog ég væri að svindla og fá forskot á þau. Þessi hjálpartæki hjálpuðu mér að ná á sama stað og aðrir sem voru ekki að burðast með röskunina. Fyrir mér er það einmitt það sem jafnrétti snýst um: að gefa fólki stuðning sem þarf á því að halda þannig að allir geti fengið sömu tæknifæri sem eru í boði. Ef grunur liggur á mögulegri greingu er heill hellingur af fróðleik inná https://www.adhd.isLesa má meira um sértæka þjónustu hjá náms-og starfsráðgjöf hjá HÍ Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar