ADHD og háskólanám Theodora Listalín Þrastardóttir skrifar 4. desember 2017 07:00 Nokkrum dögum fyrir 21 árs afmælið mitt var ég greind með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun þar sem helstu einkenni eru hvatvísi, örlyndi og athyglisbrestur, undir hverju og einu eru svo fleiri einkenni tilgreind en þessi einkennin birtast í mismiklu mæli hjá hverjum einstaklingi. Allir upplifa þó einhvern tíman í lífinu þessi einkenni en þeir sem fá greingingu upplifa þau sterkari en meðal maðurinn og þannig að þau hafi áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Ég upplifði sjálf mikið áfall þegar ég var greind og byrjaði í lyfjameðferð. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að ég sé með athyglisbrest þar sem mér finnst ég ekki passa inní þá staðalmynd sem ég hafði af fólki með athyglisbrest. Nú hefur þó mikið vatn hefur runnið til sjávar og ég hef lært að athyglisbrestur er ekki einkenni sem ræður úrslitum um hver maður er og hvað maður getur afrekað. Gott skipulag og jákvætt hugarfar kemur manni langt. Ég var hálfnuð með háskólanámið mitt þegar ég greindist og hafði þjálfað með mér góða skipulagshæfni í gegnum tíðina sem hjálpar mikið en auðvitað koma tímar þar sem það er aðeins erfiðara að halda dampi, til dæmis einsog núna þegar ég er að skrifa þessa grein ætti en ég frekar að vera að læra undir próf sem er eftir tvo daga. Ég er mjög lánssöm að fá að læra eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, námið mitt er krefjandien gefandi. Ég fæ sértæka þjónustu hjá Háskólanum í lokaprófunum, þar sem ég tek lokaprófin í stofu þar sem færri nemendur eru og ég hef lengri próftíma. Ég sagði fáum sem engum vinum mínum frá því, því mér leið einsog ég væri að svindla og fá forskot á þau. Þessi hjálpartæki hjálpuðu mér að ná á sama stað og aðrir sem voru ekki að burðast með röskunina. Fyrir mér er það einmitt það sem jafnrétti snýst um: að gefa fólki stuðning sem þarf á því að halda þannig að allir geti fengið sömu tæknifæri sem eru í boði. Ef grunur liggur á mögulegri greingu er heill hellingur af fróðleik inná https://www.adhd.isLesa má meira um sértæka þjónustu hjá náms-og starfsráðgjöf hjá HÍ Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir 21 árs afmælið mitt var ég greind með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun þar sem helstu einkenni eru hvatvísi, örlyndi og athyglisbrestur, undir hverju og einu eru svo fleiri einkenni tilgreind en þessi einkennin birtast í mismiklu mæli hjá hverjum einstaklingi. Allir upplifa þó einhvern tíman í lífinu þessi einkenni en þeir sem fá greingingu upplifa þau sterkari en meðal maðurinn og þannig að þau hafi áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Ég upplifði sjálf mikið áfall þegar ég var greind og byrjaði í lyfjameðferð. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að ég sé með athyglisbrest þar sem mér finnst ég ekki passa inní þá staðalmynd sem ég hafði af fólki með athyglisbrest. Nú hefur þó mikið vatn hefur runnið til sjávar og ég hef lært að athyglisbrestur er ekki einkenni sem ræður úrslitum um hver maður er og hvað maður getur afrekað. Gott skipulag og jákvætt hugarfar kemur manni langt. Ég var hálfnuð með háskólanámið mitt þegar ég greindist og hafði þjálfað með mér góða skipulagshæfni í gegnum tíðina sem hjálpar mikið en auðvitað koma tímar þar sem það er aðeins erfiðara að halda dampi, til dæmis einsog núna þegar ég er að skrifa þessa grein ætti en ég frekar að vera að læra undir próf sem er eftir tvo daga. Ég er mjög lánssöm að fá að læra eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á, námið mitt er krefjandien gefandi. Ég fæ sértæka þjónustu hjá Háskólanum í lokaprófunum, þar sem ég tek lokaprófin í stofu þar sem færri nemendur eru og ég hef lengri próftíma. Ég sagði fáum sem engum vinum mínum frá því, því mér leið einsog ég væri að svindla og fá forskot á þau. Þessi hjálpartæki hjálpuðu mér að ná á sama stað og aðrir sem voru ekki að burðast með röskunina. Fyrir mér er það einmitt það sem jafnrétti snýst um: að gefa fólki stuðning sem þarf á því að halda þannig að allir geti fengið sömu tæknifæri sem eru í boði. Ef grunur liggur á mögulegri greingu er heill hellingur af fróðleik inná https://www.adhd.isLesa má meira um sértæka þjónustu hjá náms-og starfsráðgjöf hjá HÍ Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tilefni af lokaprófum á haustönn 2017. Þema átaksins er andleg veikindi, nám og jafnrétti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar