Erlent

Ráðherra boðar stjórana á fund um áreitnismál

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar.
Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar.
Menningarmálaráðherra Svíþjóðar, Alice Bah Kuhnke, kallaði stjórnendur leikhúsa, meðal annars Dramaten og Riks­teatern auk óperustjóra Kungliga operan, á sinn fund eftir að 456 leikkonur sögðu í grein í Svenska Dagbladet frá nauðgunum, öðru kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni.

Leikkonurnar greindu frá heimi þar sem karlkyns leikarar og leikstjórar væru hafnir upp til skýjanna og kæmust upp með það að áreita samstarfsmenn.

Ráðherrann sagði málið alvarlegt og að breytinga væri þörf.

Framkvæmdastjóri Kungliga operan, Birgitta Svendén, segir aðgerðaáætlanir liggja fyrir um hvernig bregðast skuli við kynferðislegri áreitni. Nú verði hins vegar að skapa þannig umhverfi að starfsmenn verði ekki hræddir við að kæra. Þeir megi ekki vera hræddir um að missa hlutverk við það að samþykkja ekki það sem er rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×