Davíð þó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45 Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan.
Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun