Lítil verðbólga hér ekki merkileg í alþjóðlegu samhengi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 18:30 Vísir/Vilhelm Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér. Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta markmiði Seðlabanka Íslands í vel á fjórða ár. Hins hafa mörg önnur ríki búið við miklu lengra verðstöðugleikatímabil. Alþjóðlega er verðbólga mjög lág og gengur fyrirbærið undir heitinu týnda verðbólgan. Lág verðbólga hér á landi á síðustu árum skýrist að miklu leyti af alþjóðlegum áhrifum. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæplega fjögur ár en hún fór undir markmiðið í febrúar 2014 og hefur haldist þar síðan. Margir telja að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri og endurspegli aðeins góðan árangur okkar í hagstjórn en er það svo? Már fjallaði í erindi sínu um týndu verðbólguna en það er alþjóðlegt fyrirbæri sem felst í því að verðbólga hefur verið alþjóðlega mjög lág lengi. Ástralía, Chíle, Ísrael, Kanada, Noregur og Nýja-Sjáland sem öll styðjast við verðbólgumarkmið eru talsvert undir sínum markmiðum og hafa verið lengi. Tékkland er sex prósentustigum yfir markmiði og Svíþjóð er á pari. Flesta þessara ríkja sem styðjast við verðbólgumarkmið hafa verið miklu lengur undir verðbólgumarkmiði en við Íslendingar. Lág verðbólga er semsagt alþjóðlegt fyrirbæri. En hvað skýrir hana? „Þetta er alþjóðavæðingin, meiri hreyfanleiki á vinnuafli yfir landamæri. Þetta eru alþjóðlegar virðiskeðjur. Þetta er aukin samkeppni alþjóðlega, óbeinar hótanir frá vinnuafli í öðrum ríkjum, nýmarkaðsríkjum og annað slíkt og þess vegna sjáum við þessa týndu verðbólgu úti um allt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, prófessor við New York-háskóla, skrifaði grein fyrr í haust þar sem hann reynir að útskýra ástæður týndu verðbólgunnar. Roubini segir, líkt og Már hér framar, að ástæðurnar séu margþættar. Alþjóðavæðingin hafi tryggt flæði á ódýrri vöru og þjónustu frá Kína og öðrum nýmarkaðsríkjum. Veikari stéttarfélög og lakari samningsstaða launafólks hafi flatt út Phillips-kúrfuna svokölluðu, sem sýnir sambandið milli atvinnuleysis og verðbólgu og er almennt neikvætt. Þá hafi verð á olíu og annarri hrávöru haldist lágt eða verið í verðfalli og að auki nefnir hann tækninýjungar til sögunnar sem hafi lækkað verð á vörum og þjónustu. Sjá grein Roubinis hér.
Tengdar fréttir Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. 16. nóvember 2017 12:15