Már: Þurfum að sjá hvernig „hið endanlega evrusvæði lítur út“ áður en við skoðum það aftur Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 12:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már. Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira
Peningastefna með sveigjanlegu gengi virkar miklu betur núna en þegar gjaldmiðlaskýrsla Seðlabankans kom út árið 2012. Þá hafa þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans lagað marga galla sjálfstæðrar peningastefnu. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már segir ekki tímabært að skoða á ný kosti aðildar að evrusvæðinu á meðan kerfisvandamál svæðisins eru óleyst. Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í Gamla bíói í morgun en á fundinum fór Már Guðmundsson seðlabankastjóri yfir peningastefnuna og ástand og horfur í efnahagsmálum hér á landi.Flestir kvarta undan krónunni Á fundinum voru spiluð viðtöl við stjórnendur fyrirtækja í viðskiptalífinu um peningastefnuna. Tónninn í málflutningi þeirra var mjög kunnuglegur og í raun endurtekið efni. Flestir þeirra kvörtuðu undan óstöðugleika sem fylgir íslensku krónunni. Erfitt væri að gera viðskiptaáætlanir fram í tímann og sveiflurnar sköpuðu ýmis rekstrartengd vandamál. Margir þeirra kölluðu beint eða óbeint eftir upptöku annars gjaldmiðils eða fastgengisstefnu. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda var þó á því að íslenska krónan með sjálfstæðri peningastefnu hentaði best. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir í sínu erindi hvað hefði breyst síðan skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum kom út haustið 2012. „Við vissum að sá möguleiki væri fyrir að hendi að þær umbætur sem ráðist yrði í við framkvæmd peningastefnunnar myndu leiða til þess að peningastefnan myndi virka betur. Við vissum líka að við næðum verðbólguvæntingum niður í verðbólgumarkmið þá myndi hún líka byrja að virka betur. Það sem hefur gerst er að það voru bæði hér höft sem drógu úr fjármagnshreyfingum. Við erum líka með virk innstreymishöft núna sem gera það að verkum að það sem hér áður fyrr var að valda því að gengið var að sveiflast mjög mikið, án þess að það skýrðist af innlendum efnahagsaðstæðum, voru óstöðugar fjármagnshreyfingar inn og út úr landinu. Það hefur dregið úr því og þess vegna næst þessi niðurstaða að sveigjanlegt gengi virkar mun betur,“ segir Már. Sömu valkostir bestir núna líkt og þá Már segir að staðan sé ennþá sú að tveir valkostir séu skynsamlegastir líkt og þegar skýrslan kom út. Króna með sjálfstæðri peningastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópska myntbandalaginu. „Ég held að það hafi ekkert breyst frá þessari gjaldmiðlaskýrslu, það voru þessir tveir kostir. Varðandi hinn kostinn, aðild að evrusvæðinu, þá komu fram gallar á evrusvæðinu sem unnið er að því að bæta og þá kannski skánar það. Staðan þar er auðvitað að batna en það breytir því ekki að það eru ákveðnir kostir eins og aðgangur að miklu stærri fjármagnsmarkaði án gengisáhættu, aðgangur að sameiginlegu fjárhagslegu öryggisneti með ECB (Evrópska seðlabankann) sem lánveitanda til þrautavara og svo framvegis. En eins og er þýðir ekki mikið að fara að skoða það því ég myndi telja að við vildum sjá hvernig hið endanlega evrusvæði lítur út áður en við förum í mikla skoðun á því aftur eins og við gerðum 2012,“ segir Már.
Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Sjá meira