Sveinn Aron lánaður frá Val til Aftureldingar og mætir Val á morgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2017 18:22 Sveinn Aron Sveinsson varð Íslandsmeistari með Val síðasta vor. vísir/ernir Afturelding hefur fengið hornamanninn Sveinn Aron Sveinsson lánaðan frá Val og gert við hann skammtímasamning út árið en hann spilar því næstu fimm leiki með Mosfellingum. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi. Einar er búinn að missa tvo örvhenta leikmenn í erfið meiðsli á síðustu dögum. Sveinn Aron var lykilmaður Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð en hefur svo ekkert verið með Valsliðinu í vetur. Hann er á samningi hjá Val og hefur verið að spila með U-liðinu í Grill 66-deildinni en hann spilaði einmitt leik með því á móti Mílunni á föstudaginn. Þessi öflugi hornamaður er mikil markamaskína en hann skoraði 79 mörk í 26 leikjum með Val í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og var svo einn af máttarstólpunum í úrslitakeppninni þar sem Valsmenn fóru alla leið og unnu FH í fimm leikja úrslitarimmu. Afturelding er búin að skila inn öll nauðsynlegum pappírum og sagðist Einar Andri ekki búast við öðru en að Sveinn Aron yrði með þegar Mosfellingar mæta einmitt uppeldisfélagi hans, Val, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld. Ástæðan fyrir því að Afturelding er að sækja Svein eru meiðsli á hægri vængnum. Birkir Benediktsson er brotinn á þumalfingri en það eru meiðsli sem hann hefur áður glímt við. Meiðslin eru þó ekki jafn alvarleg og áður, að sögn Einars Andra, en hann verður frá fram að áramótum. Þá er Gestur Ingvarsson tábrotinn en hann hefur leyst af í hægra horninu undanfarin ár og gert það vel. Búast má við því að Einar Andri færi hornamanninn Árna Braga Eyjólfsson í hægri skyttuna og Sveinn Aron taki sér stöðu í hægra horninu í næstu leikjum. Olís-deild karla Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Afturelding hefur fengið hornamanninn Sveinn Aron Sveinsson lánaðan frá Val og gert við hann skammtímasamning út árið en hann spilar því næstu fimm leiki með Mosfellingum. Þetta staðfestir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, við Vísi. Einar er búinn að missa tvo örvhenta leikmenn í erfið meiðsli á síðustu dögum. Sveinn Aron var lykilmaður Íslandsmeistaraliði Vals á síðustu leiktíð en hefur svo ekkert verið með Valsliðinu í vetur. Hann er á samningi hjá Val og hefur verið að spila með U-liðinu í Grill 66-deildinni en hann spilaði einmitt leik með því á móti Mílunni á föstudaginn. Þessi öflugi hornamaður er mikil markamaskína en hann skoraði 79 mörk í 26 leikjum með Val í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og var svo einn af máttarstólpunum í úrslitakeppninni þar sem Valsmenn fóru alla leið og unnu FH í fimm leikja úrslitarimmu. Afturelding er búin að skila inn öll nauðsynlegum pappírum og sagðist Einar Andri ekki búast við öðru en að Sveinn Aron yrði með þegar Mosfellingar mæta einmitt uppeldisfélagi hans, Val, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD annað kvöld. Ástæðan fyrir því að Afturelding er að sækja Svein eru meiðsli á hægri vængnum. Birkir Benediktsson er brotinn á þumalfingri en það eru meiðsli sem hann hefur áður glímt við. Meiðslin eru þó ekki jafn alvarleg og áður, að sögn Einars Andra, en hann verður frá fram að áramótum. Þá er Gestur Ingvarsson tábrotinn en hann hefur leyst af í hægra horninu undanfarin ár og gert það vel. Búast má við því að Einar Andri færi hornamanninn Árna Braga Eyjólfsson í hægri skyttuna og Sveinn Aron taki sér stöðu í hægra horninu í næstu leikjum.
Olís-deild karla Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira