Sjálfbærni og fjölskyldan Sveinn Margeirsson og Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson skrifa 1. nóvember 2017 07:00 Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun