Sjálfbærni og fjölskyldan Sveinn Margeirsson og Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson skrifa 1. nóvember 2017 07:00 Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar