Ein besta íþróttakona Íslands er líka hörku dansari | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2017 14:58 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Instagram Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á keppnisferðalagi um Asíu síðustu vikur þar sem hún hefur meðal annars keppt á LPGA mótum í Suður-Kóreu, Tævan og Malasíu. Svona löngum ferðalögum hinum megin á hnettinum fylgir náttúrulega mikið hótellíf fjarri vinum og ættingjum. Ólafía Þórunn kann hinsvegar að skemmta sér og öðrum í kringum sig og hún hefur nú ákveðið að gleðja aðeins aðdáendur sína á Instagram og Twitter með því að sýna þeim skemmtilegt dansmynd sem hún tók væntanlega upp á hótelherberginu sínu. Með henni á myndbandinu er vinkona hennar Sandra Gal frá Þýskalandi sem er líka á LPGA-mótaröðinni eins og Ólafía Þórunn. Í þessu myndbandi kemur bara í ljós að ein besta íþróttakona Íslands í dag er líka hörku dansari. Hún er líka óhrædd við að sýna öllum heiminum taktana. Gjörið svo vel . Dansarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.Channeling our inner badass @thesandragal#danceyourheartoutpic.twitter.com/NqfqPHtcZo — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) November 2, 2017 Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið á keppnisferðalagi um Asíu síðustu vikur þar sem hún hefur meðal annars keppt á LPGA mótum í Suður-Kóreu, Tævan og Malasíu. Svona löngum ferðalögum hinum megin á hnettinum fylgir náttúrulega mikið hótellíf fjarri vinum og ættingjum. Ólafía Þórunn kann hinsvegar að skemmta sér og öðrum í kringum sig og hún hefur nú ákveðið að gleðja aðeins aðdáendur sína á Instagram og Twitter með því að sýna þeim skemmtilegt dansmynd sem hún tók væntanlega upp á hótelherberginu sínu. Með henni á myndbandinu er vinkona hennar Sandra Gal frá Þýskalandi sem er líka á LPGA-mótaröðinni eins og Ólafía Þórunn. Í þessu myndbandi kemur bara í ljós að ein besta íþróttakona Íslands í dag er líka hörku dansari. Hún er líka óhrædd við að sýna öllum heiminum taktana. Gjörið svo vel . Dansarinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.Channeling our inner badass @thesandragal#danceyourheartoutpic.twitter.com/NqfqPHtcZo — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) November 2, 2017
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira