Blaðamaður Stundarinnar sýknaður af meiðyrðakröfu fyrrverandi ritstjóra Grapevine Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Skjáskot af fyrstu frétt Stundarinnar um málið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira