Að hlusta af athygli Ingrid Kuhlman skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun