Stóru tíðindin Sverrir Björnsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri.