Stóru tíðindin Sverrir Björnsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar