Stóru tíðindin Sverrir Björnsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli fólks sem vinnur að markaðs- og kynningarmálum, eins og ég hef gert í áratugi, eru tíðindi nýliðinnar kosningabaráttu að í fyrsta skipti var keyrð árásaauglýsingaherferð í opinberum fjölmiðlum, sjónvarpi og útvarpi. Við höfum áður séð nafnlausar netsíður sem dreifa árásum og lygum á netinu en árásaherferð Samtaka skattgreiðenda er annars eðlis. Þessi aðferð, árásir samtaka sem eru sérstaklega stofnuð í áróðursskyni til hliðar við flokkana, eru stór hluti af kosningabaráttu í Bandaríkjunum en lítið beitt í Evrópu nema af hægri öfgaflokkum. Innleiðing þeirra á Íslandi eru nýjar fréttir og vekur spurningar.Hvaðan koma peningarnir? Herferð Samtaka skattgreiðenda hafði greinilega mikið fjármagn á bak við sig. Kostnaðurinn nam örugglega milljónum jafnvel tugum milljóna. Það er sjálfsagt að Samtökin birti kostnaðinn og hverjir greiddu hann. Krafan um að upplýsa um uppruna auglýsingafjár er talin besta leiðin til að stemma stigu við falsauglýsingum og falsfréttum, samanber fyrirhugaðar aðgerðir Evrópusambandsins, Facebook og Twitter. Í lögum er þess krafist að stjórnmálaflokkar upplýsi hvaðan fjármagn þeirra er upprunnið. Þarf ekki sama að gilda um samtök sem beita sér í kosningabaráttu? Alþingi og fjölmiðlanefnd ættu að taka á því.Hvaða stjórnmálafl stendur að baki herferðinni? Góð vísbending um það er að skoða að hverjum árásin beinist. Herferð Samtaka skattgreiðenda beindist gegn Vinstri grænum og miðja stjórnmálanna vill yfirleitt ekki beita svona harkalegum aðferðum. Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, ályktaði í viðtali á Hringbraut að Sjálfstæðisflokkurinn stæði að baki þessu. Einnig má leita vísbendinga um hvaða stjórnmálaflokkur eða stuðningsmenn hvaða flokks hafa fjárhagslegt bolmagn í þetta? Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur það fjársterka bakhjarla að þeir geti kostað auka auglýsingaherferð – til hliðar við stóra opinbera auglýsingaherferð flokksins. Þá er vert að athuga hvaða fólk stendur að baki Samtökum skattgreiðanda. Síðasta dag herferðarinnar var nafn formanns samtakanna birt í auglýsingu. Þá kom í ljós Sjálfstæðismaðurinn Skafti Harðarson.Borga árásaauglýsingar sig? Gefum Sjálfstæðismanninum Eyþóri Arnalds orðið í Silfrinu: „…reynslan hefur sýnt, t.d. í Bandaríkjunum að neikvæðar auglýsingar virka betur en jákvæðar…“ Fylgi VG féll mikið á meðan á herferðinni stóð. Virkaði níðherferðin svona vel? Munu þá ekki allir fara í þetta? Mun Skafti stofna Félag útsvarsgreiðenda fyrir sveitarstjórnarkosningarnar? Munum við sjá Félag fátæks fólks ráðast á Sjálfstæðisflokkinn með auglýsingum? Ég efast um að þau hafi efni á því og það er dapurlegt ef kosningabarátta framtíðar verður á jafn lágu plani og Samtök skattgreiðenda innleiddi núna.Löglegt eða siðlaust? Ég veit ekki hvort aðferðin sem slík er ólögleg, en það er allavega ólöglegt að birta ósannindi í auglýsingum. Sumar fullyrðingar í auglýsingum Samtaka skattgreiðenda birtu mjög bjagaðan sannleika. Önnur spurning er hvort níð sé siðlaust? Dæmi nú hver fyrir sig.Lýðræðislegt? Jafnræði þegnanna er ein af undirstöðum lýðræðisríkja. Er lýðræðislegt að þeir sem hafa mikla fjármuni valti yfir aðra með árásaauglýsingum fyrir kosningar? Þeir sem hafa vald ættu að fara með það af tillitsemi gagnvart þeim sem ekki hafa það – líka þeir sem hafa auðvald. Höfundur er hönnunarstjóri.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun