Sport

Maia tapaði aftur en neitar að gefast upp

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Maia fær hér högg frá Covington um helgina.
Maia fær hér högg frá Covington um helgina. vísir/getty
Fyrir nokkrum mánuðum síðan var Brasilíumaðurinn Demian Maia einn sá heitasti hjá UFC en í dag velta menn því fyrir sér hvort hann eigi að hætta.

Maia var búinn að vinna sex bardaga í röð og fékk loksins titilbardagann sem hann hafði stefnt að fá svo lengi. Sá bardagi tapaðist og um helgina tapaði hann í Brasilíu gegn ruslakjaftinum Colby Covington.

Maia verður fertugur eftir nokkra daga og margir segja að hann eigi að hætta. Maia er ekki einn þeirra.

„Ég ætla að berjast í eitt til tvö ár í viðbót,“ sagði Maia eftir bardagann.

Brassinn fór illa með Gunnar Nelson á sínum tíma en í síðustu tveimur bardögum sínum hefur hann ekki náð andstæðingnum í gólfið. Ef það gengur ekki hjá honum er lítið eftir.

Alls reyndi Maia 33 fellur í síðustu tveimur bardögum en allar klikkuðu þær.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×