Innlent

Spá því að íbúar á Íslandi verði 452 þúsund árið 2066

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mannfjöldaspáin nær yfir tímabilið 2017 til 2066. Myndin er tekin á Hinsegin dögum.
Mannfjöldaspáin nær yfir tímabilið 2017 til 2066. Myndin er tekin á Hinsegin dögum. Vísir/Hanna
Hagstofa Íslands spáir því að íbúar á Íslandi verði orðnir alls 452 þúsund talsins árið 2066 samkvæmt miðspá um mannfjölda. Mannfjöldaspáin nær yfir tímabilið 2017 til 2066 og er gert ráð fyrir því að landsmenn verði fleiri í lok spátímabilsins bæði vegna fólksflutninga og náttúrulegrar fjölgunar.  

„Til samanburðar var mannfjöldinn 338 þúsund 1. janúar 2017. Samkvæmt háspánni verða íbúar 531 þúsund í lok spátímabilsins en 367 þúsund í lágspánni. Spárnar byggjast á ólíkum forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga.

Mannfjöldaspáin nær yfir tímabilið 2017–2066 og sýnir áætlaða stærð og samsetningu mannfjöldans í framtíðinni. Spáin er byggð á tölfræðilíkönum fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni,“ segir í frétt á vef Hagstofunnar þar sem nánar má lesa um mannfjöldaspána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×