Eitthvað sem ég hef ekki fundið áður Hörður Ágústsson skrifar 20. október 2017 10:06 Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Það var eftirminnileg umræðan um uppreist æru sem átti sér stað í bumbuboltanum fyrir um mánuði síðan. Hitinn og orkan sem við settum í umræðuna var langtum meiri en orkan sem fór í að sparka boltanum. Við vorum á einu máli um að nú væri nóg komið af leyndarhyggjunni og sérhagsmunagæslunni sem lengi hefur umlukið íslensk stjórnmál. En skipti það nokkru máli hvað okkur fannst? Sama kvöld féll ríkisstjórnin. Björt framtíð tók ákvörðun um að slíta stjórnarsamstarfi og byggði þá ákvörðun á kröfu almennings um heiðarleika og vönduð vinnubrögð. Björt framtíð stóð við gildin sín og hafði þor til að stíga fram og #hafahátt. Þau hlustuðu og tóku afstöðu með þjóðinni. Ég fann fyrir létti og bjartsýni. Ég fann líka fyrir virðingu í minn garð af hálfu stjórnmálaafls, eitthvað sem ég hef ekki fundið áður. Þessi ákvörðun Bjartar framtíðar um stjórnarslit eru skýrt dæmi um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Nýtt og heilbrigðara samtal á milli Alþingis og landsmanna er farið að taka á sig mynd. Pólitíkin er að breytast og ég vil taka þátt í þeim breytingum. Ég vil vera hluti af stjórnmálaafli sem: - Raunverulega áttar sig á því að þau eru fulltrúar þjóðar en ekki foringjar hennar. - Þorir að hlusta og taka erfið og þung skref í átt að breytingum. - Mun leggja samning við ESB fyrir þjóðina í stað þess að hjúpa það ferli með leynd. - Lofar ekki 100 milljörðum í allskonar til að kaupa sér atkvæði. - Skilur að sterkt menntakerfi er lykillinn að þátttöku í fjórðu iðnbyltingunni. - Skilur að mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara suma, og að þau eru grunnurinn að heilbrigðu samfélagi. - Hafnar leyndarhyggju og sérhagsmunagæslu. - Virðir náttúruna og áttar sig á að hún er það verðmætasta sem við eigum. Með þessum áherslum, og fjölmörgum öðrum, er Björt framtíð öflugur þátttakandi í því að breyta íslenskum stjórnmálum. Við viljum vera leiðandi afl sem talar fyrir heiðarleika og gagnsæi og færir Alþingi nær þjóðinni. Breytingarnar eru nú þegar hafnar og ég vona að þú kjósir bjarta framtíð með okkur.Höfundur er framkvæmdastjóri og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í 2. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar