Lögbann -- og ritskoðun og þöggun Vésteinn Valgarðsson skrifar 20. október 2017 16:00 Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar