Staðreyndir um mismunun Halldór Gunnarsson skrifar 24. október 2017 09:30 Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00 Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Forystufólk síðustu ríkistjórnar taldi allt frábært hér og vísaði til meðallauna 719 þús. á mánuði, einnig til prósentuhækkana og samanburða erlendis frá. OECD telur þjóðartekjur á mann vera þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Einhvers staðar hlýtur að vera vitlaust gefið! Ekki gleymast loforð formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir tvennar síðustu kosningar, sem voru svikin. Því síður hvernig vinstri stjórnin myndaði skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin og fólkið með lægstu bætur og laun.1. Staðreynd er að íslenska ríkið greiðir samkvæmt OECD-samantekt 2013 minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við framlagi lífeyrissjóðanna til TR er Ísland í 8. neðsta sæti.2. Enginn árangur hefur náðst í að leiðrétta skerðingar á kjörum eldri borgara og öryrkja frá 2009.3. Á árinu 2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 14,5% og byrjunarlaun fiskvinnufólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslutrygging TR til aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3%.4. Í ársbyrjun 2016 hækkaði þessi lífeyrir um 9,7%. Lægstu launin hækkuðu þá um 15,9%, með skilyrðum um að engin laun myndu hækka um minna en 15.000,- kr. á mánuði.5. Í ársbyrjun 2017 höfðu breytingar á greiðslu TR náð fram hækkun, kr. 5 þús. fyrir fólk í sambúð og um 15 þús. fyrir einstæðing, eftir að skattur var greiddur. Einhleypur fær eftir að hafa greitt skatt, um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sambúð fær eftir að hafa greitt skatt um 190 þúsund krónur!6. 1. maí 2017 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en eldri borgarar með greiðslutryggingu frá TR hækkuðu um 0 krónur!7. 1. janúar 2018 eiga þessar lágmarksgreiðslur frá TR að hækka um 9,4%. Viðbótarhækkun, sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra boðuðu í óafgreiddu fjármálafrumvarpi, er aðeins þessi hækkun, sem lægstu laun fengu 1. maí 2017, mæld í prósentu, en verða aðeins um 12 þúsund á mánuði eftir að hafa greitt skattinn!8. Kjararáð hækkaði daginn eftir síðustu kosningar laun til alþingismanna um 45%, í krónum talið 400 til 500 þúsund á mánuði!9. Frítekjumarkið var lækkað úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði, sem fólk með greiðslur frá TR mátti hafa í tekjur, án þess að vera skert um 73% af umframtekjum.10. Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu og ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Flokkur fólksins er nýtt stjórnmálaafl með 5 áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við til að leiðrétta þá mismunun sem að ofan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum.Höfundur er oddviti í framboði Flokks fólksins í NA-kjördæmi.
Skattagrýla gamla á stjái Í Fbl. 18. október er greint frá því í opnugrein að ekki verði hægt að ná í fé til að taka skref til úrbóta á samfélaginu án þess að skattheimta gangi yfir alla. Með öðrum orðum: Það verður að skattleggja alla tekjuhópa. Allt frá þeim fyrsta með 316.000 meðalárstekjur upp í þann tíunda með 18 milljóna meðalárstekjur einstaklings 24. október 2017 07:00
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun