Og hvað svo? Ólafur Loftsson skrifar 24. október 2017 10:15 18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
18. október síðastliðinn hélt Kennarasamband Íslands, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, opinn fund með fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram á landsvísu. Allir flokkarnir sendu fulltrúa á fundinn. Spurningar voru lagðar fyrir frambjóðendur, bæði af hálfu fundarstjóra og fundarmanna. Mikill samhljómur var meðal frambjóðendanna um nokkur mikilvæg mál. Þeir eru sammála um að menntun sé undirstaða framfara allra þjóða, kennarastarfið sé eitt hið mikilvægasta sem um getur, álag á kennara sé allt of mikið, verkefnum þeirra verði að fækka, efla verði faglega stöðu þeirra, ná verði þjóðarsátt um að hækka laun þeirra og gera þau samkeppnishæf. Þegar frambjóðendur voru spurðir hvað þeir teldu eðlileg byrjunarlaun eftir 5 ára háskólanám voru þeir meira að segja nokkuð sammála. Byrjunarlaun kennara með 5 ára meistaranám ættu að vera á bilinu 600 – 700.000 kr. Það er nokkuð frá raunveruleikanum. Þetta hljómar allt vel hjá frambjóðendunum – EN þetta hefur maður heyrt margoft áður. Alveg nákvæmlega sömu klisjurnar, kosningar eftir kosningar.Staðreyndir Það liggur fyrir að viðvarandi kennaraskortur er í leikskólum landsins. Það vantar um 1.300 kennara til að uppfylla lög nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara. Það er því grafalvarlegt ástand á fyrsta skólastiginu en því er ætlað að leggja grunn að framtíðarnámi barnanna okkar. Í grunnskóla er alvarlegur kennaraskortur fram undan. Svo alvarlegur að Ríkisendurskoðun snuprar yfirvöld og segir þau ekki „…hafa hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnvöld til að grípa til aðgerða til að sporna við þessari þróun svo að framfylgja megi markmiðum laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla“. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við félagsvísindasvið Háskóla Íslands, og Helgi Eiríkur Eyjólfsson MA-nemi komast að sömu niðurstöðu í athugun sinni á framtíðarhorfum grunnskólakennara. Alvarlegur kennaraskortur er fram undan verði ekkert að gert. Meðalaldur kennara í grunn- og framhaldsskólum hækkar stöðugt og er nú rúm 50 ár á framhaldsskólastiginu. Vert er að benda á að í dag eru um 10.000 manns sem hafa menntað sig til að verða grunnskólakennarar. Við kennslu starfa hins vegar aðeins um 4.400 og fer fækkandi. Síðustu ár hefur ekki tekist að manna grunnskólana með kennurum og undanþágum fyrir leiðbeinendur fjölgar ár frá ári. Þetta er að gerast þrátt fyrir að „nóg“ sé til af kennurum. Og fyrir þá sem telja að best sé að stytta kennaranám úr 5 árum í 3 vil ég segja; þeir rúmlega 5.000 kennarar sem hafa menntað sig til að starfa við grunnskólakennslu en starfa við annað hafa allir 3 ára B.ed. próf. Námslengdin veldur því ekki að þeir velja sér annað starf.Hvað er til ráða? Það þarf ekki margar nefndir eða starfshópa til að finna út úr því. Það duga engar töfralausnir eins og stjórnmálamönnum er tamt að tala um. Það verður fyrst og fremst að hækka laun og bæta starfsaðstæður. Þetta eru tvö lang-, langmikilvægustu atriðin. Ef koma á í veg fyrir flótta úr kennarastétt, koma í veg fyrir kennaraskort, fjölga kennaranemum og stuðla að eðlilegri endurnýjun meðal kennara verður að gera störf í skólum landsins samkeppnishæf við almennan markað. Þetta er ekkert flókið.Lausn í sjónmáli? Miðað við ræður frambjóðenda á umræddum framboðsfundi höfum við ekkert að óttast. Þeir eru sammála því að það verði að grípa til aðgerða – eins og alltaf! Vandamálið er öllum ljóst – stærstu þættir lausnarinnar eru ljósir og flestir eru sammála um megináherslurnar. Hvert er þá vandamálið? Ég vona að ég lifi þann dag að sjá stjórnmálamenn landsins standa í lappirnar og sýna ábyrgð í málinu – sjá þá setja menntun raunverulega í forgang – ekki bara á framboðsfundum. Vandamálið liggur fyrir – lausnirnar eru til. Ég ætla að kjósa það framboð sem er líklegast til að gera eitthvað í málinu.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun