#metoo Áshildur Bragadóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun