#metoo Áshildur Bragadóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #metoo eða #églíka. Konur um allan heim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi stigu fram til að vekja athygli á hversu víðfeðmt vandamál kynbundið ofbeldi er. Í síðustu viku var einnig haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum samtakanna Women Economic Forum (WEF) undir yfirskriftinni „Gender Equality – Towards He for She and She for He. Eins og nafnið bendir til var sjónum beint að jafnrétti kynjanna frá ýmsum sjónarhornum og var ánægjulegt að geta sagt frá þeim mikla árangri sem náðst hefur í kvennabaráttu hér á landi með víðtækri samstöðu kvenna og karla. Ísland stendur nú fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti og eiga allar konur sem rutt hafa veginn þakkir skilið fyrir hugrekki, dugnað, kjark og þrautseigju. En jafnréttisbarátta er ekki bara jafnréttisbarátta kvenna. Til að ná árangri þarf samstöðu meðal þjóðar. Með samtakamætti í atvinnulífi og stjórnmálum er atvinnuþátttaka kvenna hvergi meiri, fleiri konur en karlar eru í námi á háskólastigi, mikill árangur hefur náðst í að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja og konur eru nær helmingur þingmanna svo dæmi séu tekin. Jafnrétti er mál sem varðar okkur öll og allir eiga að láta sig varða. Jafnrétti snýst um að allir einstaklingar óháð kyni eigi jafna möguleika og fái jöfn tækifæri. Jafnrétti snýst um að berjast gegn mismunun á grundvelli kyns, útrýma kynbundnu ofbeldi, breyta hefðbundnum kynjaímyndum og vinna gegn neikvæðum staðalímyndum um hlutverk kvenna og karla. Ísland er fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að jafnréttismálum en jafnréttisbaráttunni er þó hvergi nærri lokið. Eyða þarf óútskýrðum launamun kynjanna, útrýma kynbundnu ofbeldi, fjölga konum í efsta stjórnendalagi fyrirtækja, auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum og jafna hlut kynjanna í námi. Við erum fámenn þjóð og framlag okkar allra skiptir máli. Stígum fram og búum okkur samfélag þar sem allir eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína, óháð kyni. Verum óhrædd og samstillt í að efla konur til áhrifa. Sýnum hugrekki og útrýmum óútskýrðum launamun kynjanna. Verum áfram öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði jafnréttismála, verum komandi kynslóðum fyrirmynd og ekki síst okkur sjálfum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.