Nýjan spítala á betri stað Valgerður Sveinsdóttir skrifar 25. október 2017 13:15 Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn ætlar að byggja nýjan Landspítala á betri stað, en mismunandi raddir eru uppi um staðsetningu spítalans. Á nýlegum fundi sem haldinn var í Norræna húsinu um staðsetningu spítalans kom fram að sumir vilja keyra á uppbygginguna sem er hafin við Hringbraut vegna þess að þeir eru orðnir uppgefnir á nýjum og nýjum nefndum um staðsetningu spítalans og óttast að framkvæmdir geti tafist um 10-15 ár verði nýr staður fyrir valinu. Þó var ljóst að þegar þyrfti að huga að öðrum framtíðarspítala á nýjum stað á næstu áratugum. Eldri forsendur fyrir spítala við Hringbraut voru nálægð við Háskóla Íslands, styrkja þyrfti miðbæinn, ýmis umferðarmannvirki myndu bæta aðgengi s.s. Sundabraut, mörg mislæg gatnamót og Miklabraut í stokk. Þetta eru úreltar forsendur og sé núgildandi aðalskipulag skoðað er miðja borgarinnar komin austur að Elliðaám. Mikil hagræðing er í því fólgin að reisa nýjan spítala á nýjum stað. Fjárfestingarkostnaður er metinn um 20 milljörðum króna lægri sé byggt á nýjum stað miðað við Hringbraut. Rekstrarkostnaður mun einnig lækka um 3 milljarða króna á ári vegna sameiningar á einn stað og ferðakostnaður notenda lækka um einn milljarð árlega. Framtíðarspár benda eindregið til þess að ekki verði hægt að ná sameiningarhagræðingu við Hringbraut, því ekki verður hægt að loka í Fossvogi vegna fyrirsjáanlegs skorts á sjúkrarýmum. Áætlað er að framkvæmdum við Hringbraut ljúki 2027. Sé farið strax í staðarvalsgreiningu fyrir nýjan og betri stað, má gera ráð fyrir að undirbúningur taki fimm ár og byggingarframkvæmdin önnur fimm. Þannig að heildarferlið taki tíu ár eða jafnvel skemmri tíma, sé vel að málum staðið. Ríkið á land við Keldur sem er frábærlega staðsett samgöngulega séð með tengingu við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhugaða Borgarlínu. Vífilsstaðir eru annar góður valkostur sem staðsettur er í miðju höfuðborgarsvæðisins með góðar tengingar við stofnbrautir. Gott aðgengi að spítalanum er lykilatriði fyrir sjúklinga, sjúkraflutninga og starfsfólk. Með því að reisa nýjan spítala á betri stað má einnig komast hjá skertri þjónustu, gríðarlegu ónæði og heilsuspillandi aðstæðum fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á framkvæmdum stendur. Miðflokkurinn ætlar að hefjast handa strax og byggja nýjan, vel búinn spítala til framtíðarnota.Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík suður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun