Erlent

Skutlaði sér á bankaræningja og afvopnaði hann

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert Sakosky tókst að afvopna ræningjann, John Ryall, og reka hann á brott úr bankanum.
Robert Sakosky tókst að afvopna ræningjann, John Ryall, og reka hann á brott úr bankanum.
Viðskiptavinur banka í Pennsylvania í Bandaríkjunum skutlaði sér á vopnaðan bankaræningja síðastliðinn föstudag. Robert Sakosky tókst að afvopna ræningjann, John Ryall, og reka hann á brott úr bankanum. Atvikið náðist á öryggismyndavélar bankans og hefur lögreglan birt myndband af ráninu misheppnaða.

Ryall flúði frá bankanum en Sakosky gat bent lögreglunni á hvert hann hefði farið. Ryall var svo handtekinn skömmu seinna og starfsmenn bankans báru kennsl á hann sem ræningjann.



Hann hafði mætt með grímu yfir andlitinu en Sakosky tókst að rífa hana af áður en Ryall flúði. Hann var svo ákærður fyrir rán og ógnanir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×