Valdís Þóra Jónsdóttir er enn í efsta sæti á Santander-mótinu í golfi sem fer fram í Valencia á Spáni. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.
Valdís spilaði frábærlega í gær og var á sex höggum undir pari.
Valdís náði sér ekki eins vel á strik á öðrum hringnum í dag. Hún lék hann á einu höggi yfir pari og er því samtals á fimm höggum undir pari. Valdís fékk þrjá skolla á hringnum í dag og tvo fugla.
Emma Nilsson frá Svíþjóð nýtti sér þetta hikst hjá Valdísi og kom sér upp að hlið hennar í efsta sæti mótsins. Nilsson lék á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á fimm undir pari.
Mótið klárast á morgun en þá verður þriðji hringurinn leikinn.
Valdís Þóra enn í efsta sæti

Tengdar fréttir

Valdís Þóra í efsta sæti eftir mikinn fuglasöng og frábæran fyrsta dag á Spáni
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði frábærlega á fyrsta hringnum á Santander golfmótinu í Valencia á Spáni.