Hvar eru stóru spurningarnar? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. október 2017 07:00 Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið skelfing er hægt að gera pólitískar umræður á Íslandi leiðinlegar. Það sem fréttamenn virðast hafa mestan áhuga á er hvernig eigi að fjármagna þetta eða hitt og hvort það eigi að lækka eða hækka skatta. Lífið snýst ekki bara um peninga, sem betur fer. Hvar eru hugsjónirnar? Hvar eru stóru spurningar um það hvernig stjórnmálafólk vill þróa íslenskt þjóðfélag? Á að stefna að sjálfbæru samfélagi, meiri jöfnuði og jafnrétti eða svona 2007 samfélagi þar sem sumir græða og grilla? Eða kannski gjörbreyttu jafnréttissamfélagi þar sem umönnun og velferð eru lykilhugtök sem allt annað þjónar, þar með talið atvinnulífið?Vandi jarðarinnar og ofbeldismálin Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að bregðast við loftslagsvandanum? Samkvæmt nýjustu fréttum erum við að auka útblástur gróðurhúsalofttegunda í stað þess að minnka hann. Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru mesti vandinn sem mannkynið á við að glíma og í raun ætti umræðan að snúast langmest um hann. En nei, það er varla minnst á vanda jarðarinnar og gjörðir mannanna í þeim efnum, hvað þá ábyrgð okkar Íslendinga sem mengum og sóum hrikalega. Hvernig ætla flokkarnir að kveða niður kynbundið ofbeldi? Stjórnin sprakk út af ærumálum barnaníðinga og nauðgara. Fáum við markvissa aðgerðaáætlun gegn ofbeldi strax eftir kosningar (drög að henni er að finna í skúffum velferðarráðuneytisins) og verður strax gengið í að fullgilda Istanbúlsamning Evrópuráðsins? Hann snýst um skyldur stjórnvalda við að kveða niður ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Ísland á eitt Norðurlandanna eftir að fullgilda samninginn.Hvað um börnin? Hvað um launamisréttið sem við vorum minnt á enn og aftur 24. október? Verður jafnlaunavottuninni fylgt eftir og gengið í að endurmeta störf mikilvægra stétta eins og kennara, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða án þess að allt fari á annan endann? Það sárvantar bæði kennara og hjúkrunarfræðinga og það verður að grípa til aðgerða. Hvað um vanda þúsunda barna sem búa við vanrækslu? Verða skattalækkanir til að leysa mál þeirra? Ég held ekki. Það þarf heildstæða stefnu hvað varðar aðstæður barna, kjör þeirra og líðan. Hvað er mikilvægara í einu samfélagi en að búa vel að börnum? Það kostar auðvitað peninga en það er hægt að forgangsraða.Mannréttindi og stjórnarskrá Hvað um mannréttindi minnihlutahópa? Það hefur dregist árum saman að samþykkja tvær tilskipanir EU sem kveða á um jafnan rétt minnihlutahópa á vinnumarkaði. Ísland er eina landið innan EES sem ekki tryggir slík réttindi og það er til skammar. Ég gæti nefnt ýmislegt fleira eins og stefnuleysið í ferðamálum að ekki sé nú minnst á nýja stjórnarskrá. Sú sem við eigum frá 1944 var bráðabirgðasmíð en síðustu ríkisstjórnir hafa svikið okkur um að ljúka því verki, þrátt fyrir þjóðaratkvæði um tillögur Stjórnlagaráðs. Ótrúleg vinnubrögð þar á ferð. Nei, ræðum inntak þess sem við viljum gera á næstu árum ekki bara hvað aðgerðirnar kosta og hvaðan á að taka peningana. Ræðum siðferði og spillingu, lýðræði, mannréttindi, menningu og menntun en þó fyrst og fremst þá ábyrgð okkar að byggja upp sjálfbært, réttlátt þjóðfélag jöfnuðar, jafnréttis og friðar.Höfundur er fyrrverandi þingkona Kvennalistans.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun