Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 10:00 ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira